Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myndaveisla: Gleði og gæsahús á for­sýningu Sveitarómantíkur

Sérstök forsýning á sjónvarpsþáttunum Sveitarómantík fór fram á Kex hostel síðastliðinn mánudag. Þættirnir eru í umjón Ásu Ninnu Pétursdóttir fjölmiðlakonu sem fékk að skyggnast inn í líf sex para sem eiga það öll sameiginlegt að búa í sveit. Ása bauð gestum upp heimabakaðar kleinur og pönnukökur í anda þáttanna.

Sötrað á Kalda í tíu ár

Fullt var út úr dyrum á Kalda bar síðastliðið laugardagskvöld þar sem skálað var fyrir tíu ára afmæli staðarins. Bjórsmakk, jazztónlist og dans var í aðalhlutverki þegar tímamótunum var fagnað í blíðskaparveðri í miðbænum.

„Eins og verstu ung­lingar í sleepover“

Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg.

Eurovision-hópurinn af­klæðist milli at­riða

Bakraddasöngvarar Heru Bjarkar klæðast glæsilegum svörtum klæðnaði með gylltu kögri í stíl við gylltan samfesting Heru á sviðinu í kvöld. Þrátt fyrir glæsileikann þykir fatnaðurinn með eindæmum óþægilegur og er hópurinn fljótur að henda sér í kósýgallann á milli rennsla. 

Glösin á loft fyrir nýjum burstahreinsi

Skvísur landsins komu saman í Reykjavík Makeup School síðastliðinn föstudag með glæsilegu útgáfuteiti. Meðal gesta voru Manuela Ósk, Pattra, Patrekur Jaime, Dj. Sóley og margir fleiri.

Myndaveisla: Svana töfraði fram suð­ræna veislu fyrir UAK

Mikil gleði og kvenorka var meðal Ungra athafnakvenna þegar þær mættu á viðburð á veum Banana ehf á dögunum. Svana Lovísa Kjartansdóttir áhrifavaldur og lífskúnstner töfraði fram suðrænt veisluborð sem stal athygli viðstaddra.

Myndaveisla: Mari og Guðni féllust í faðma á ögur­stundu

Tilfinningarnar voru allsráðandi þegar ofurhlaupararnir Mari Jaersk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í hádeginu. Þá höfðu þau hlaupið 51 hring, 341,7 kílómetra, frá því á laugardagsmorgun.

Sumarlegir réttir að hætti Jönu

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, deildi sumarlegum og einföldum uppskriftum með fylgjendum á Instagram. Réttirnir eru bragðgóðir og henta vel sem meðlæti eða sem léttur aðalréttur.

Sjá meira