Börn og uppeldi

Fréttamynd

„Mér leið eins og ofur­­­hetju“

Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með tæplega tveggja ára millibili. Óðinn Örn tveggja ára og Stellu Katrínu sem fæddist fyrr í sumar. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“

Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 

Innlent
Fréttamynd

Vill frekar banna síma utan en innan skóla

Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki allt komið í lag núna?

Skýrslan um vöggustofurnar er hrollvekjandi lesning. Þar er gerð úttekt á illri meðferð rúmlega þúsund ungbarna á árunum 1949 til 1973 en raunar voru vöggustofur starfræktar til ársins 1979. Börn á vöggustofum voru aðskilin frá foreldrum sínum, mánuðum og árum saman, án þess að nokkrir aðrir kæmu í þeirra stað.

Skoðun
Fréttamynd

Vel loðinn og vel liðinn

Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.

Lífið
Fréttamynd

Sál­fræðingar staldra við á­hyggjur Þor­gríms Þráins­sonar

Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni.

Innlent
Fréttamynd

„Ranka við mér og átta mig á því að hún er dáin“

„Það var náttúru­lega hræði­lega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakk­lát fyrir þennan tíma,“ segir Sig­rún Kristínar Vals­dóttir, stjórnar­kona í Gleym­mér­ei Styrktar­fé­lagi, en hún og Lárus Örn Láru­son misstu dóttur sína Ylfu Sig­rúnar Lárus­dóttur eftir 38 vikna með­göngu í desember 2021.

Lífið
Fréttamynd

Árið er 2023

Þann 11. október sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni “Árið er 2025”. Þar fjallar greinarhöfundur, Þorgrímur Þráinsson, um það hvernig hann sér fyrir sér að líf og líðan barna og unglinga gæti orðið verði ekki gripið til aðgerða. Grein þessari var svo fylgt eftir með viðtali við greinarhöfund í Bítinu á Bylgjunni daginn eftir þar sem m.a. kom fram að hann telji neyðarástand vera í landinu sem kalli á aðgerðir, foreldrar séu að bregðast og að kennarar og skóli geti ekki meira.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar

Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku.

Innlent
Fréttamynd

Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin

Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum.

Innlent
Fréttamynd

Ennþá raunveruleiki fyrir ættleiddu börnin okkar

Ég hlusta og les skelfilegar frásagnir frá vöggustofu. Sem betur fer er þetta ekki lengur raunin hér á íslandi.En á sama tíma eru börn að koma hingað til landsins sem hafa upplifað svipað, ættleidd börn þar á meðal ættleidda barnið mitt sem bjó á stofnun ekki langt frá því að vera eins og vöggustofan.

Skoðun
Fréttamynd

Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann

Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar mæður

Birtingarmynd móðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaðar mæður  margra barna mæður, stjúpmæður, einstæðar mæður og verðandi mæður, svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra

Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku.

Innlent
Fréttamynd

Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust

Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 

Lífið
Fréttamynd

Leyfum börnum að vera börn

Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi fé­lags­legs stuðnings fyrir ung­menni

Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni.

Skoðun
Fréttamynd

Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra

Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa.

Innlent