Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Flutti úlpu­laus til Ís­lands en fann lykilinn að list­sköpunni

Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína.

Menning
Fréttamynd

Fordómar af gáleysi

Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir.

Skoðun
Fréttamynd

Gera ekki lengur greinar­mun á á­skrif­endum og þekktum not­endum

Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Halli svarar ekki Musk

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Elon Musk, eiganda Twitter og stofnenda Tesla, hefur Haraldur Þorleifsson, starfsmaður Twitter, tónlistarmaður og veitingamaður, ekki svarað honum í nokkrar vikur. Ekki er langt síðan þeir ræddu málin í frægustu Twitter-samskiptum Íslandssögunnar. 

Lífið
Fréttamynd

Nettröll níddust á föður sex ára drengs sem lést

Blaðamaður sem missti sex ára son sinn í janúar hefur orðið vinsælt skotmark fólks á netinu sem segist sannfært um að bóluefni gegn Covid hafi dregið barnið til dauða. Þetta fólk hefur níðst á manninum og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða barnsins, jafnvel þó það hafi alls ekki dáið vegna bóluefna.

Erlent
Fréttamynd

Guði sé lof að ég er ekki ung­lingur í dag

„Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það?

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnu­lífið: Verð­laun, skíði og lúxus

Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Í síðustu viku nýttu því margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður endanlega. Þá er verðlaunavertíðin ennþá í fullum gangi og voru Íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Hail­ey biðlar til Selenu vegna morð­hótana

Þegar allt virtist vera að róast í dramanu á milli Selenu Gomez og Hailey Bieber birti Selena alvarlega færslu á Instagram. Þar greinir hún frá því að Hailey hafi sett sig í samband við hana vegna morðhótana sem henni hafa borist vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Segir aftur upp þúsundum manna

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta (áður Facebook) tilkynnti í dag að aftur væri verið segja upp fjölmörgum starfsmönnum fyrirtækisins. Að þessu sinni eru það tíu þúsund manns verið er að segja upp og á ekki að ráða í fimm þúsund lausar stöður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Að sjálfsögðu á að banna þetta“

Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum.

Lífið