Kjaramál

Fréttamynd

Krafan er rétt­læti

VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Milljarðaplástur

Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hlé á spennu­þrungnum við­ræðum VR og SA

Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um að­gerðir ríkis­stjórnar á Al­þingi

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Er endi­lega sælla að þiggja?

Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sann­gjörn leið“

Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­trú­lega stolt og þakk­lát eftir daginn í dag“

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fag­fé­lögin skrifa undir kjara­samninga

Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Hroki og yfir­læti og hags­muna­gæsla sjó­manna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti á blá­þræði

Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Guð­mund Árna um að brjóta trúnað

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segist líta meint brot Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarfulltrúa á trúnaði alvarlegum augum. Vísar Rósa þar til þess að Guðmundur Árni veitti viðtal í fundarhléi bæjarráðs í gær þar sem hann rakti umræðuefni fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Svartur listi gegn man­sali og launa­þjófnaði

Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins.

Skoðun
Fréttamynd

Helmingshækkun til for­eldra

Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir sveitar­fé­lögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðapakki stjórn­valda: Fríar skólamáltíðir, sér­stakur vaxtastuðningur og hærri barna­bætur

Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru lykil­at­riðin í nýjum kjara­samningi

Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Innlent