Grímsnes- og Grafningshreppur

Fréttamynd

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.

Innlent
Fréttamynd

Þingvallahring lokað að nóttu

Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana.

Innlent
Fréttamynd

Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi

Jóna og Edda eru tvíburafolöld, sem komu nýlega í heiminn á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Mamma þeirra heitir Tinna og er nítján vetra og pabbi þeirra er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sem er sex vetra.

Innlent
Fréttamynd

Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin

Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun

Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins.

Innlent