EM 2022 í Englandi

Fréttamynd

Mead sá til þess að Eng­land byrjaði á sigri

Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar okkar mættar til Manchester

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti síðdegis í dag í Manchester en þaðan heldur liðið til Crewe þar sem liðið mun dvelja og æfa á milli leikja á Evrópumótinu sem hefst í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sú besta með slitið krossband og missir af EM

Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sú besta meiddist á æfingu

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims um þessar mundir, meiddist á landsliðsæfingu Spánar aðeins degi áður en Evrópumótið í Englandi hefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Telja sigur­líkur Ís­lands vera tæp þrjú prósent

Tölfræðivefurinn Opta mun halda utan um alla tölfræði Evrópumóts kvenna í fótbolta sem hefst á morgun með leik Englands og Austurríkis. Þá er vefurinn búinn að taka saman sigurlíkur hverrar þjóðar fyrir sig en Ísland er í 9. sæti af þeim sextán þjóðum sem taka þátt.

Fótbolti