Sænski boltinn

Fréttamynd

„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“

Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því.

Fótbolti
Fréttamynd

Túfa hreppir annan Íslending

Keflvíski bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur loks verið kynntur til leiks hjá sænska knattspyrnufélaginu Öster. Hann skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Norr­köping vill kaupa Arnór til baka frá CSKA

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping er á fullu þessa dagana að reyna festa kaup á fyrrum leikmanni liðsins, Arnóri Sigurðssyni. Hann lék með liðinu síðari hluta tímabils eftir að hafa fengið undanþágu frá FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alltaf gaman að spila á móti ein­hverjum sem maður þekkir“

Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert vesen á meisturum Rosengård

Guðrún Arnardóttir stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í kvöld í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkjandi jafntefli Íslendingaliðsins

Íslendingalið Norrköping gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir af fjórum íslenskum leikmönnum liðsins komu við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi skoraði gegn Helsingborg

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, skoraði eitt mark í 2-0 sigri liðsins á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, hélt hreinu á móti Varberg á meðan Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru komnir með níu fingur á sænska meistaratitilinn eftir sigur á AIK.

Sport
Fréttamynd

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Fótbolti