Lögreglan

Fréttamynd

Lög­reglu­menn ó­öruggir og fram­leiðandinn firrir sig á­byrgð

Sérfræðinga sem hafa látið sig rafbyssur varða greinir á um hvort vopnin eru banvæn eða ekki. Fyrir þessu eru að minnast kosti tvær ástæður; vísindasiðareglur gera rannsóknir ómögulegar og þá hefur reynst erfitt að rekja dauðsföll í kjölfar rafbyssuskots til einnar afmarkaðrar orsakar.

Innlent
Fréttamynd

Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu

Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mikil þjálfun fram­undan í notkun raf­­byssa

Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er.

Innlent
Fréttamynd

„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopna­burð“

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hefur nú heimild til að nota raf­byssur

Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli.

Innlent
Fréttamynd

Fjallabyggð mátti aflífa Kasper

Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild.

Innlent
Fréttamynd

Löggan mætir á ráð­stefnu um hug­víkkandi efni

Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Innlent
Fréttamynd

Segir skárra að fá í sig raf­straum en kylfu­högg

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 

Innlent
Fréttamynd

Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hækkar við­búnaðar­­stig

Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 

Innlent
Fréttamynd

Höfum það kósí undir sæng heima

Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Innlent