Sorpa

Fréttamynd

Loka Sorpu­stöðinni við Dal­veg í Kópa­vogi eftir tæp tvö ár

Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“

Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn fyrir „ó­lög­legt brott­kast“ í Sorpu

Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Umhverfisráðstefna Gallup 2022

Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fer fram í dag, fimmta árið í röð. Á ráðstefnunni verða meðal annars kynntar niðurstöður nýrrar könnunar meðal Íslendinga um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast

Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík í rusli

Flestar endurvinnslutunnur í Reykjavík, þar sem íbúar reyna eftir föngum að safna saman pappa og plasti, eru sneisafullar enda eru vikur síðan þær hafa verið tæmdar. Það þýðir svo að óþrifalegt er orðið í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­málin hafa for­gang

Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Róttækar breytingar á flestum heimilum

Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Svona gætu sorp­tunnurnar þínar litið út í vor

Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Inn fyrir endimörk alheimsins

Heiminum hefur sennilega aldrei vegnað betur. Skrýtið að segja þetta á því sem við vonum að sé skottið á tveggja ára löngum heimsfaraldri.

Skoðun
Fréttamynd

Förum betur með peninga borgar­búa!

Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkum og skilum

Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes

Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 

Innlent
Fréttamynd

Stóla­leikur, nema bara ef þú átt fullt af pening

Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrasta vara Góða hirðisins frá upp­hafi er slitinn stóll

Danskur hönnunar­stóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upp­hafi. Ger­semin barst nytja­vöru­markaðnum ó­vænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrar­stjóri hennar ráð fyrir að eig­andi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirða

Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum.

Skoðun
Fréttamynd

Sorpa og Björn ná sáttum

Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu

Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu.

Innlent