Stjörnubíó

Fréttamynd

Það er líka til fólk sem finnst The Irishman leiðinleg

Kvikmynd Martins Scoreseses The Irishman hefur fengið allt að því einróma lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum, því eru væntingar áhorfenda gagnvart henni miklar. Það er Netflix sem stendur að framleiðslunni og hægt er að horfa á hana þar. Hún fór þó í kvikmyndahús og er enn sýnd í Bíó Paradís.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hollywooddrama í háum gæðaflokki

Árið 1966 lét bílaframleiðandinn Ford hanna og smíða Ford GT40 kappakstursbílinn. Tilgangur þess var að sigra Ferrari í Le Mans úthaldskappakstrinum í Frakklandi en þar er keyrt í hringi í heilan sólarhring. Kvikmyndin Ford v Ferrari fjallar um þetta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jón og Gulli fyrirmyndir nýrra útvarpsmanna á X977

Í morgun klukkan 9:00 fór í loftið á X977 nýr morgunþáttur sem nefnist Eldur og brennisteinn í umsjón Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar. Þeir félagar ættu að vera hlustendum Frosta og Mána í Harmageddon að góðu kunnir. Heiðar hefur verið kvikmynda- og sjónvarpsrýnir þeirra og Snæbjörn sérfræðingur í Ameríkumálum. Heiðar er einnig með útvarpsþáttinn Stjörnubíó alla sunnudaga á X977 klukkan 12:00.

Lífið
Fréttamynd

Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum

Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman.

Bíó og sjónvarp