Verslun

Fréttamynd

„Það er allt á upp­leið, það er bara þannig“

Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Keypti kvöld­mat fyrir heila viku á rúmar sex þúsund krónur

Katrín Björk Birg­is­dótt­ir keypti á dögunum hráefni í kvöldmat fyrir fjögurra manna fjölskyldu í heila viku fyrir litlar 6.500 krónur. Hún segir heilan kjúkling vera góð kaup og að mikilvægt sé að hafa í huga að ekki þarf að hafa heitan mat á hverju einasta kvöldi.

Neytendur
Fréttamynd

Draumagiggið fyrir að­fanga­keðju­nördið

„Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

66°Norður loka á Strikinu

Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að loka verslun sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn. Yfirmaður verslunarsviðs segir að verið sé að hagræða í rekstri og mæta breytingum á markaði. Fyrirtækið opnaði verslunina á Strikinu árið 2015.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með birgðir fram yfir helgi

Nóg af birgðum eru í Bónus fram yfir helgi. Örfáir eru byrjaðir að hamstra og labba út með fleiri vörur en venjulega. Markaðsstjórinn segist ekki of stressaður. 

Neytendur
Fréttamynd

Hvernig lítur fram­tíð verslunar í landinu út?

Atvinnugrein heild- og smásöluverslunar skipar stórt hlutverk í íslensku hagkerfi. Hún skiptir miklu máli fyrir samfélagið og fyrir neytendur. Framlag greinarinnar til landsframleiðslu er um 8%, greining býr til störf fyrir um 11% af vinnuafli landsins og um 30% af neyslu heimila fer til fyrirtækja í greininn. Mikilvægi greinarinnar er ótvírætt og því mikilvægt að huga að framtíð hennar.

Skoðun
Fréttamynd

„Allt í þessum drykk er bara drasl“

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. 

Neytendur
Fréttamynd

Nýjar upp­lýsingar um er­lenda net­verslun lands­manna

Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Innlent
Fréttamynd

Ég ætla að fá að skila þessu, takk

Í beinu framhaldi af hátíð ljóss og friðar vaknar gjarnan upp eldgamla og sígilda tuggan um rétt neytenda til að skila ógallaðri vöru. Furða margir sig á að ekki sé í lögum sérstaklega fjallað um slíkan rétt neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

BYKO með á­nægðustu við­skipta­vinina sjötta árið í röð

Íslenska ánægjuvogin kynnti fyrir helgi niðurstöður mælinga á ánægju viðskiptavina fjörutíu íslenskra fyrirtækja í fjórtán atvinnugreinum á árinu 2022. Í flokki byggingavöruverslana hlaut BYKO hæstu einkunnina sjötta árið í röð og hefur því sigrað óslitið í þeim flokki frá upphafi mælinga í honum.

Samstarf
Fréttamynd

Ólafur Stephen­sen og birgða­staðan á dilka­kjöti hjá KS

Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. 

Skoðun
Fréttamynd

Forstjóri Haga: Höfum aldrei séð álíka verðhækkanir frá birgjum áður

Smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup ásamt Olís, segir að allt síðasta ár hafi verðhækkanir frá birgjum og framleiðendum bæði verið „nokkuð tíðar og ansi miklar.“ Forstjóri félagsins vill ekki reyna að vekja upp innstæðulausar væntingar um hvenær verð taki að lækka á ný en hefur „enga trú á að við séum að fara sjá tveggja ára tímabil af þessari stöðu.“

Innherji
Fréttamynd

Loppu­markaðir hækka þóknun á seldum vörum

Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg.

Neytendur
Fréttamynd

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar

Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er.

Innlent