Félagasamtök

Fréttamynd

Finnbjörn býður sig fram til forseta ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, gefur kost á sér til forseta ASÍ á framhaldsþingi helgina 27.-28. apríl. Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar að stíga til hliðar úr forsetastól en gefur kost á sér í embætti fyrsta varaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Innlent
Fréttamynd

Tatjana áfram formaður

Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Þá voru tvær nýjar stjórnarkonur kjörnar í stjórn félagsins. Á fundinum voru einnig gerðar tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Kristín nýr forseti FÍ

Ólöf Kristín Sívertsen hefur verið kjörin forseti Ferðafélags Íslands (FÍ). Fyrrverandi forseti félagsins sagði af sér og sig úr félaginu í september á síðasta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Hætta starf­semi ung­menna­búða á Laugar­vatni

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. 

Innlent
Fréttamynd

Jón Ólafur hafði betur gegn Auði í for­manns­kjöri hjá SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, var endurkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu til tveggja ára í morgun þegar aðalfundur samtakanna fór fram. Jón Ólafur hafði þar betur gegn Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar, sem einnig bauð sig fram. Jón Ólafur hlaut 35.495 atkvæði eða tæplega 56 prósent atkvæða og Auður 27.696 atkvæði eða rúmlega 43 prósent atkvæða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóhannes og Krist­mundur nýir í stjórn Sam­takanna '78

Á aðalfundi Samtakanna '78 sem fram fór í dag var kosið í þrjú sæti. Jóhannes Þór Skúlason og Kristmundur Pétursson koma nýir inn í stjórnina en Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir var endurkjörin. Þá var Álfur Birkir Bjarnason endurkjörinn formaður. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögur kosin í stjórn Sam­taka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26% en kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta.

Innlent
Fréttamynd

Val­björg Elsa heiðurs­iðnaðar­maður ársins

Valbjörg Elsa Haraldsdóttir hársnyrtimeistari var um helgina útnefnd heiðursiðnaðarmaður ársins á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Böðvar Páll Ásgeirsson var gerður að heiðursfélaga en forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti verðlaunin. 

Innlent
Fréttamynd

Þakklæti

Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­hæfing Reykja­lundar á sannar­lega mikil­væga bak­hjarla

Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunn frá Stígamótum til Aton JL

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hefur senn störf sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Hún hefur um árabil verið talskona Stígamóta, sem leita nú nýrrar talskonu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vera nýr fram­kvæmda­stjóri Lífs styrktar­fé­lags

Vera Víðisdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags frá og með 1. janúar 2023. Áður starfaði Vera hjá hönnunarfyrirtækinu iglo+indi, en þar á undan rak hún eigin barnafataverslun. Undanfarin þrjú ár hefur Vera verið búsett í New York, ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Saman getum við spornað gegn fé­lags­legri ein­angrun með náunga­kær­leik og góð­vild

Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Tvöfalda þarf framlag Íslands til þróunarsamvinnu

Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunn Ása heiðruð með Kær­leiks­kúlunni

Tuttugasta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn. Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum.

Lífið
Fréttamynd

„Hver kassi skiptir máli“

Söfnun fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ stendur yfir um þessar mundir. Vonast er til þess að hægt verði að fylla heilan gám af kössum sem fer til barna í neyð í Úkraínu. Kassarnir hafa verið sendir þangað í nítján ár.

Innlent