Lífið

Fréttamynd

Norðurlandaráð styrkir bútasaum

Norðurlandaráð hefur ákveðið að styðja þá sem hafa hug á að halda norrænt bútasaumsmót um 150.000 danskar krónur sem samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Þannig vill ráðið styrkja norrænt samstarf þeirra sem vilja dreifa þekkingu og kynna sér bútasaum með norrænu móti.

Innlent
Fréttamynd

Æfingar hafnar á Öskubusku

Æfingar eru hafnar á óperunni Öskubusku eftir Rossini sem er aðalverkefni Íslensku óperunnar á vormisseri 2006. Öskubuska er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa víðsvegar um heiminn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Öskubuska verður frumsýnd í Óperunni 5. febrúar 2006 og alls verða 10 sýningar.

Lífið
Fréttamynd

Nýárskveðjan send með SMS

221 þúsund SMS skeyti voru send frá viðskiptavinum Og Vodafone frá klukkan 21 á gamlársdag til klukkan 9 daginn eftir, nýársdag. Það er nokkur aukning frá því árið á undan. Ef tekið er mið af fyrsta sólarhring ársins voru send 287 þúsund SMS skeyti. Þetta er talsvert meira en á hefðbundnum degi, en jafnan eru send í kringum 180 þúsund SMS skeyti á sólarhring úr GSM kerfi Og Vodafone.

Lífið
Fréttamynd

Karlakór Reykjavíkur áttræður í dag

Karlakór Reykjavíkur fagnar í dag 80 ára afmæli sínu. Af því tilefni söfunuðust ungir og gamlir kórfélagar saman í Fossvogskirkjugarði þar sem lagður var blómsveigur að leiði Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem var einn af aðalhvatmönnum að stofnun kórsins og stjórnandi hans frá stofnun og allt til ársins 1962 að einu ári undanskildu.

Lífið
Fréttamynd

Heimildamynd um kjarnakonur

Kjarnakonur heitir heimildamynd eftir Gísla Sigurgeirsson, sem sýnd verður í Sjónvarpinu næstkomandi mánudag. Í myndinni er fjallað um hvunndagshetjurnar, Kristínu Ólafsdóttur og Jóhönnu Þóri Jónsdóttur. Þær bjuggu lengst af einar í gömlu húsi í Fjörunni á Akureyri. Kristín er nú látin, en Jóhanna verður 106 ára í febrúar og er elsti norðlendingurinn og þriðji elsti íslendingurinn.

Lífið
Fréttamynd

Húsfyllir í Háskólabíói og hálf þriðja milljón

Tæplega tvær komma fimm milljónir króna söfnuðust á tónleikum sem efnt var til í Háskólabíói í dag til styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Húsfyllir var á tónleikunum en allir listamenn gáfu vinnu sína nú sem fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Dýr áramót í Chicago

Vantar þig hugmynd að skemmtilegum áramótum? Lausnina gæti verið að finna á Peninsula-hótelinu í Chicago. Áramótapakkinn í ár er tvær nætur á svítunni með kampavíni og kavíar eins og þú getur í þig látið. Og þú mátt meira að segja taka handsaumaða baðsloppinn með þér heim þegar dvölinni lýkur.

Lífið
Fréttamynd

Uppfærð útgáfa

Íslendingar fengu að sjá uppfærða útgáfu af kvikmyndinni A Little Trip to Heaven, þegar hún var frumsýnd hér á landi í gær. Baltasar Kormákur gerði endurbætur á myndinni eftir að hún hafði hlotið misjafnar viðtökur á erlendum kvikmyndahátíðum. Hin nýja útgáfa fékk góða dóma hjá íslenskum gagnrýnendum.

Menning
Fréttamynd

Birtist víða

Heilög María hefur enn einu sinni skotið upp kollinum í Bandaríkjunum, að þessu sinni á botninum á blómavasa.

Menning
Fréttamynd

Miðasala á Lisu Ekdahl hefst í dag

Miðasala á tónleika Lisu Ekdahl þann 24. mars hefst í dag kl. 10. Lisa Ekdahl er mörgum kunn á Íslandi enda kom hún hingað til lands og hélt tvenna tónleika fyrir troðfullu húsi í Austurbæ fyrir einu og hálfu ári síðan. Miðar á þá tónleika seldust upp á tveimur klukkutímum og er því ljóst að Lisa á marga aðdáendur á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Frænka bin Ladens vill í fyrirsætubransann

Ósama bin Laden er án efasti þekktasti einstaklingurinn í bin Laden fjölskyldunni. En það gæti breyst á næstunni. Bróðurdóttir Ósama, Wafah Dufour, vill nefnilega komast inn í fyrirsætubransann og sat því fyrir á myndum sem birtar eru í nýjasta tölublaði karlablaðsins GQ.

Lífið
Fréttamynd

Unni Birnu seinkar

Bein útsending frá heimkomu Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur seinkar um klukkustund vegna seinkunar á flugi hennar til landsins. Útsendingin frá hátíðinni í Smáralind hefst því klukkan sex í kvöld, en ekki fimm eins og áður var auglýst.

Lífið
Fréttamynd

Höggva jólatréið sitt sjálfir

Með hverju árinu fjölgar þeim sem halda út í skóg fyrir jólin til að höggva sjálfir sitt jólatré. Á sunnudaginn næsta býður Skógræktin í Reykjavík fólki að koma og höggva sér jólatré gegn hæfilegu gjaldi.

Lífið
Fréttamynd

Jenný Ósk vann hjarta Steingríms

Jenný Ósk Jensdóttir vann hjarta íslenska piparsveinsins, Steingríms Randvers Eyjólfssonar, á Skjá einum í kvöld. Jenný Ósk er 21 árs gamall Selfyssingur.

Lífið
Fréttamynd

Þriggja ára í piparkökubakstri

Yfir 720 klukkustundir fóru í piparkökubakstur fyrir Piparkökuhúsaleik Kötlu í Kringlunni. Leikurinn er fastur liður í jólaundirbúningnum. Börnum sem taka þátt fjölgar. Yngsti keppandinn er aðeins 3 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Útgáfutónleikar L'amour fou

Í tilefni af útgáfu geisladisksins "Íslensku lögin" heldur hljómsveitin L'amour fou tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi fimmtudag, 15. desember kl. 21.

Lífið
Fréttamynd

Frostrósir 2005 - Örfáir miðar lausir

Útlit er fyrir að uppselt verði á tvenna jólatónleika Frostrósanna sem haldnir verða í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, 10. desember. Þegar er búið að selja tæplega 5.000 miða og eru um 500 miðar lausir. Þetta er einhver mesta ef ekki mesta aðsókn á tónleika íslenskra listamanna sem menn muna eftir.

Lífið
Fréttamynd

Allir velkomnir til Karmelsystra

Það eru margir sem heimsækja Karmelsystur í Hafnarfirði fyrir jólin enda taka þær öllum opnum örmum. Í lítilli verslun í klaustrinu gætir ýmissa grasa.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarborgin seldist best í nóvember

Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason seldist best af öllum bókum í nóvember samkvæmt lista Pennans-Eymundssonar yfir metsölubækur. Í tilkynningu frá Eddu-útgáfu segir að allt frá því að bókin kom út 1. nóvember hafi hún verið í stöðugri sölu og í þeim efnum ekkert gefið eftir Kleifarvatni frá því í fyrra, en hún sló þegar upp var staðið öll met og seldist í yfir 20.000 eintökum.

Lífið
Fréttamynd

Aukatónleikar með Tinganelli

Vegna gífurlegrar eftirspurnar hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika með Leone Tinganelli. Tónleikarnir verða á NASA þriðjudaginn 13. desember. Gestasöngvarar með Tinganelli verða Friðrik Ómar, Regína Ósk og Jóhann Friðgeir.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið í kjallaranum og Karitas tilnefndar

Bækurnar Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur og Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur eru tilefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006 sem framlag Íslands. Þær eru í hópi tólf norrænna bóka sem fulltrúar norrænu landanna hafa tilnefnt til verðlaunanna.

Lífið