Vinnustaðamenning

Fréttamynd

CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg

Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa

Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki (endilega) þiggja starfið ef…

Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður

„Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Verðmæti eða þræll?

Hvort sérðu starfsmenn sem verðmæti eða þræla? Hvernig upplifa starfsmenn sig í vinnunni, sem verðmæti eða sem þræla?

Skoðun
Fréttamynd

Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn

Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan!

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinnustaðir fyrir og eftir Covid

Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu

Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar

Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að forðast baktalið í vinnunni

Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar vandamálin heima fyrir hafa áhrif á vinnuna

Það skal enginn halda það að annað fólk fari í gegnum lífið án þess að alls kyns áskoranir geti komið upp heima fyrir. Þessar áskoranir geta verið af öllum toga og oft tekið á. Allt frá því að hafa áhyggjur af krökkunum, hjónabandinu eða hreinlega foreldrunum. Veikindi geta komið upp hjá vinum og vandamönnum, langvarandi og alvarleg eða bara að amma gamla fór í mjöðminni og þarf tímabundna hjálp.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn

Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða

Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman

„Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif

Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu

„Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinnualkar og helstu einkenni þeirra

Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“

Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“

„Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid

Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður?

Atvinnulíf