Breiðablik

Fréttamynd

„Við vinnum oft hérna“

„Mér er smá létt eftir þessa dramatík hérna í restina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-3 sigur hans manna á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla sem fram fór á Kópavogsvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu

Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“

„Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bestu mörkin: Upphitun fyrir 14. umferð Bestu deildar kvenna

Það verður leikinn heil umferð í dag í Bestu deild kvenna en 14. umferð mun fara fram að öllu leyti í dag. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Breiðablik og Snædís María Jörundsdóttir úr settust í sófann hjá Helenu Ólafsdóttur spáðu í spilin fyrir umferðina, ræddu undir 19 ára landsliðið og árangur þeirra í lokamóti Evrópumótsins sem fór fram fyrir stuttu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Elska hann en við verðum ó­vinir í 90 mínútur, því miður“

Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Haf á milli okkar og við sjáumst allt­of sjaldan“

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK.

Fótbolti