Stúkan

Fréttamynd

„Þetta er alveg galið“

Sparkspekingarnir í Stúkunni ræddu mikilvægu málin í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti sínum á mánudaginn síðastliðin.

Fótbolti
Fréttamynd

Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“

Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“

Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upphitun Stúkunnar fyrir Bestu-deildina: Seinni hluti

Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson til að hita upp fyrir Bestu-deildina í fótbolta sem hefst nú strax eftir páska þegar Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn FH-ingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stúkan um Hemma Hreiðars: Hann er þetta Eyja-DNA

Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Reyni Leósson og Albert Brynjar Ingason til að fara yfir liðin sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildar karla í sérstökum upphitunarþætti Stúkunnar í gær. ÍBV er spáð níunda sæti og það er ekki hægt að ræða Eyjamenn án þess að minnast á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson.

Fótbolti
Fréttamynd

„Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi?“

„Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist á Hlíðarenda. Það gætu verið teknar stórar ákvarðanir þar,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-stúkunni þegar talið barst að liði Vals sem átt hefur vonbrigðatímabil á þessu fótboltasumri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Íslenski boltinn