Stúkan

Fréttamynd

„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“

Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukkan að snúast hjá Skagamönnum?

ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Það er þetta mark sem skilur á milli

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pálmi skýtur alltaf í sama hornið og Sindri las hann

Síðastliðinn mánudag vann KR 1-0 sigur gegn Keflavík þar sem Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins. Pálmi Rafn Pálmason misnotaði víti fyrir KR-inga og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni, er búinn að taka eftir ákveðnu mynstri í spyrnum Pálma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sindri, fokking skammastu þín“

„Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla.

Íslenski boltinn