Körfubolti

Fréttamynd

Jón Arnór með 20 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Dynamo St. Petersburg, beið lægri hlut fyrir Khimki á heimavelli, 101-114.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í gær

Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83.

Sport
Fréttamynd

Damon búinn að semja á Spáni

Damon Johnson samdi fyrir helgi við spænska liðið Caja San Fernando Sevilla og mun spila með því í spænsku úrvalsdeildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

Grindavík fær nýjan leikmann

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gert samning við bandaríska leikmanninn Terrel Taylor og verður hann löglegur gegn ÍR á föstudaginn kemur.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði KFÍ

Grindavík vann KFÍ 116-94 í Intersportdeildinni í körfuknattleik á Ísafirði í gær. Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig og Darrel Lewis 31 fyrir Grindavík en Josua Helm skoraði 46 stig fyrir KFÍ.

Sport
Fréttamynd

Þór vann Þór í körfunni

Tveir leikir voru í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi: Valur sigraði Ármann/Þrótt 108-84 og Þór Akureyri vann nafna sinn Þór í Þorlákshöfn 92-71. Klukkan fimm í dag mætast KFÍ og Grindavík í Intersport-deildinni en leiknum hefur verið frestað í tvígang.

Sport
Fréttamynd

Úrslit leikja í NBA-körfuboltanum

Níu leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. San Antonio Spurs marði sigur á meisturunum í Detroit Pistons 80-77. Ben Wallace lék með Pistons að nýju eftir að hafa tekið út sex leikja keppnisbann sem hann fékk fyrir átökin í leiknum gegn Indiana fyrir hálfum mánuði.

Sport
Fréttamynd

Jakob með 17 stig fyrir Birmingham

Jakob Sigurðarson, sem leikur með körfuknattleiksliði Birmingham Southern háskólanum í Alamaba í Bandaríkjunum, skoraði 17 stig þegar liðið tapaði á móti Indiana State, 55-62.

Sport
Fréttamynd

Leik KFÍ og UMFG aftur frestað

Leik KFÍ og Grindavíkur, sem fram átti að fara á ísafirði í gær, en var frestað þar til í dag, hefur verið frestað aftur. Leikurinn hefur verið settur á að nýju klukkan 17:00 á morgun, laugardag, í íþróttahúsinu Torfnesi.

Sport
Fréttamynd

Tvö stór töp í röð hjá Snæfelli

Snæfellingar töpuðu með 19 stigum fyrir nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í Intersportdeildinni í fyrrakvöld og hafa því tapað tveimur síðustu leikjum sínum með 35 stigum, fyrst 86-102 fyrir Keflavík í bikarnum á sunnudagskvöldið og svo 81-100 fyrir Fjölni.

Sport
Fréttamynd

Nowitsky skoraði 53 stig

Þjóðverjinn Dirk Nowitsky skoraði 53 stig þegar Dallas Mavericks sigraði Houston Rockets 113-106 í framlengdum leik í gærkvöldi. Þetta er met í sögu Dallas því enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig. Tracy McGrady skoraði 48 stig fyrir Houston. Í hinum leiknum í NBA-deildinni í gærkvöldi sigraði Cleveland Denver 92-73.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í Intersportdeildinni

Fimm leikir voru í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík styrkti stöðu sína á toppnum er þeir sigruðu Tindastól á Króknum 95-85. Á sama tíma steinlág Snæfell fyrir Fjölni í Grafarvoginum 100-81. ÍR-ingar sigruðu KR 92-83, Hamar/Selfoss sigraði Hauka 93-88 og Keflavík sigraði Skallagrím örugglega í Keflavík, 94-67.

Sport
Fréttamynd

Leik KFÍ og UMFG frestað

Leik KFÍ og Grindavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar til Ísafjarðar. Leikurinn verður því leikinn á morgun, 3. desember, klukkan 19:15

Sport
Fréttamynd

Stærsta tap tímabilsins hjá KR

Njarðvíkurkonur unnu 37 stiga sigur á KR, 89-52, í mikilvægum leik í botnslag 1. deildar kvenna í fyrrakvöld en það sést kannski á mikilvægi leiksins að bæði lið tefldu fram nýjum erlendum leikmanni í honum.

Sport
Fréttamynd

Suns efst allra í NBA

 Phoenix Suns er efst allra liða í NBA-körfuboltanum eftir níunda sigur sinn í röð en liðið lagði Lebron James og félaga í Cleveland Cavaliers, 120-101, á heimavelli í nótt.

Sport
Fréttamynd

Fratello ráðinn til Grizzlies

Mike Fratello var í gær ráðinn þjálfari hjá Memphis Grizzlies eftir að hinn 71 árs gamli Hubie Brown sagði starfinu sínu lausu af heilsufarsástæðum.

Sport
Fréttamynd

Kidd á æfingu á morgun?

Lawrence Frank, þjálfari New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, mun eiga fund með Jason Kidd í dag til að ræða væntanlega endurkomu hans eftir meiðsli.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurstúlkur unnu toppslaginn

Íslandsmeistarar Keflavíkur styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld með sigri á ÍS í toppslag deildarinnar, 73-53 en þrír leikir voru á dagskrá deildarinnar í kvöld. Keflavík er nú með 16 stig á toppnum eftir 8 leiki, fjórum stigum á undan Grindavík sem klifraði upp fyrir ÍS með sigri á Haukum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Flint ráðinn til Hauka

Lið Hauka í Intersportdeildinni í körfuknattleik, hafa ráðið til sín Bandaríkjamanninn Damon Jay Flint.

Sport
Fréttamynd

Dregið í bikarnum í körfunni

Í dag var dregið í 16-liða úrslit karla í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar. Eftir dráttinn er ljóst að a.m.k. tvö neðri deildarlið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Bikarmeistarar Keflavíkur fengu heimaleik gegn Haukum.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór stigahæstur

Dynamo St. Petersburg, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í Rússlandi, vann sinn fimmta leik í Evrópukeppni FIBA í fyrrakvöld þegar liðið lagði París PBR á útivelli, 74-80.

Sport
Fréttamynd

NBA-slagsmálin rannsökuð

  Lögreglan í Detroit, sem rannsakar slagsmálin á leik Detroit Pistons og Indiana Pacers, segist hafa fundið manninn sem henti stól í átt að leikmönnum Pacers.

Sport
Fréttamynd

Denver á fleygiferð

Þrír leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Los Angeles Clippers lögðu Cleveland Cavaliers með 94 stigum gegn 82. Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers en LeBron James skoraði 22 fyrir Cleveland.

Sport
Fréttamynd

Kirilenko frá í tvær vikur

Utah Jazz varð fyrir áfalli í leik gegn San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum um helgina þegar framherjinn Andrei Kirilenko meiddist á hné.

Sport
Fréttamynd

Nýir bakverðir mæta til leiks

Bæði lið Njarðvíkur og KR stefna að því að tefla fram nýjum erlendum leikmönnum þegar liðið mætast í áttundu umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld, Njarðvík hefur fengið til sín fyrrum unglingalandsliðskonu frá Serbíu og Svartfjallalandi en KR hefur fengið til sig bandarískan bakvörð.

Sport
Fréttamynd

Rivers hefndi sín á Orlando Magic

Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, náði að hefna sín á gamla félagi sínu, Orlando Magic, með góðum sigri á útivelli, 117-101, í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Eigandi Lakers vill hitta Shaq

Jerry Buss, eigandi Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, vill sættast við Shaquille O´Neal sem var skipt frá liðinu til Miami Heat í sumar.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sló Snæfell út

Keflavík sló Snæfell út úr keppni í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í Reykjanesbæ í gær. Keflavík lagði Snæfell með sextán stiga mun, 102-86. Magnús Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir Keflavík en Desmond Pepoles 27 stig fyrir Snæfell.

Sport
Fréttamynd

49 stiga sigur Njarðvíkinga

32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta lauk í kvöld með einum leik þegar Njarðvíkingar rúlluðu upp ÍS með 49 stiga mun, 81-130. Dregið verður í 16 liða úrslitin á miðvikudag og nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Miami heldur áfram

Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum í gær. Miami sigraði Boston Celtics með tveggja stiga mun, 106-104. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal 21 og hirti 13 fráköst en þetta var níunda tvenna O´Neals á leiktíðinni. Þá hitti hann úr öllum níu skotum sínum í leiknum.

Sport