Íslenski boltinn

Fréttamynd

Mutu spilaði aftur í dag

Adrian Mutu lék aftur í dag eftir sjö mánaða keppnisbann þegar Juventus lagði Cagliari að velli 4-2. Rúmenski framherjinn var rekinn frá Chelsea í október síðastliðinn eftir að kókaín fannst í blóði hans og var hann umsvifalaus settur í leikbann.

Sport
Fréttamynd

Keane til Celtic?

Robbie Keane, framherji Tottenham, er orðaður við skosku bikarmeistarana í Celtic, en nýr stjóri á Parkhead, Gordon Strachan, vill starfa aftur með leikmanninum en Keane lék undir stjórn Strachan hjá Coventry fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Sheff Wed í 1. deildina

Sheffield Wednesday tryggði sér í dag sæti í ensku fyrstu deildinni með sigri á Hartlepool, 4-2, í framlengdum leik.

Sport
Fréttamynd

Houllier ráðin til Lyon

Gerard Houllier var í dag ráðinn framkvæmdastjóri franska liðsins Lyon og skrifaði hann undir tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.

Sport
Fréttamynd

FH yfir í hálfleik

Einn leikur stendur nú yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR og FH eigast við í Frostaskjólinu og þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, hefur flautað til leikhlés er staðan 1-0 fyrir FH.

Sport
Fréttamynd

Allt í óvissu hjá Stoke

„Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum klúbbi," sagði Þórður Guðjónsson við Fréttablaðið og átti þar við sitt félag, Stoke City. „Það virðist enginn vita hvert klúbburinn er að fara og meira að segja ríkir óvissa um hver verði þar sem stjóri. Mér skilst á Tony Pulis sjálfum að það sé engan veginn víst að hann haldi áfram."

Sport
Fréttamynd

Maradona orðinn Poolari

Argentínska knattspyrnugoðið, Diego Armando Maradona, átti ekki til orð yfir stuðningsmönnum Liverpool sem staddir voru í Istanbul og varð algjörlega heillaður af stuðningi þeirra við liðið.

Sport
Fréttamynd

Smicer á förum frá Liverpool?

Vladimir Smicer, leikmaður Liverpool, gæti verið á leið aftur í franska fótboltann en þar hefur Bordeaux mikinn áhuga á kappanum. Samningur Smicer við enska liðið rennur út í næsta mánuði en hann gæti ekki hvatt félagið með betri hætti, hann skoraði annað mark Liverpool í sigrinum á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildinnar og skoraði einnig í vítaspyrnukeppninni.

Sport
Fréttamynd

Tvöfalt hjá Bayern München

Bayern München vann í gærkvöld þýska bikarinn í knattspyrnu í 12. sinn þegar liðið sigraði Schalke með tveimur mörkum gegn einu á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þetta er í fimmta sinn sem Bayern München vinnur tvöfallt í Þýskalandi, en liðið vann meistaratitilinn í Þýskalandi á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli í lokaleik Barcelona

Real Sociedad og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í lokaumferðinni spænsku úrvalsdeildimnni í knattspyrnu og Real Madrid vann Real Zaragossa á útivelli með þremur mörkum gegn einu. Michel Owen, Roberto Carlos og Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid. Barcelona, sem þegar hafði tryggt sér spænska meistaratitilinn, lauk keppni með 84 stig en Real Madrid varð fjórum stigum á eftir í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

England lagði Bandaríkin 2-1

Englendingar sigruðu Bandaríkjamenn með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik í knattspyrnu sem háður var í Chicago í gærkvöld. Kieran Richardsson sem leikur með WBA skoraði bæði mörk Englendinga í fyrri hálfleik í sínum fyrsta landsleik.

Sport
Fréttamynd

Sala miða eykst með komu Guðjóns

Greinilegt að stuðningsmenn Notts County hafa tröllatrú á Guðjóni Þórðarsyni, nýráðnum knattspyrnustjóra liðsins. Sala á ársmiðum á heimaleiki liðsins tók kipp við komu Guðjóns og jukust um 15% á einni viku. Alls hafa 1600 ársmiðar selst sem er talsverð aukning frá sama tíma ársins í fyrra en liðið hefur nú átt erfitt uppdráttar fjögur tímabil í röð.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur komin á fulla ferð

Ásthildur Helgadóttir er ein allra besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt. Á miðvikudaginn lék hún með íslenska landsliðinu eftir langa fjarveru sökum erfiðra meiðsla. Hún sneri aftur í æfingaleik gegn landsliði Skotlands, sama liði og hún fótbrotnaði í æfingaleik gegn þann 13. mars á síðasta ári. Ásthildur leikur með Malmö í Svíþjóð en liðið trónir á toppi deildarinnar eftir sex umferðir og Ásthildur er næstmarkahæst í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fjör í 1.deildinni

Það var blóðug barátta á Akureyri í gær þegar erkifjendurnir í Þór og KA mættust. Hart var tekist á eins og venjulega og fengu tveir leikmenn Þórs að líta rauða spjaldið. Það nýttu KA-menn sér til fullnustu og þegar upp var staðið höfðu þeir niðurlægt Þórsarana, 6-1.

Sport
Fréttamynd

Celtic bikarmeistari

Celtic varð í dag skoskur bikarmeistari þegar liðið lagði Dundee United, 1-0, í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Alan Thompson skoraði sigurmarkið strax á 11. mínútu. Leikmenn Celtic voru mun sterkari í leiknum og hefðu auðveldlega getað bætt við fullt af mörkum, brenndi Chris Sutton meðal annars af vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Van der Vaart til Hamburg

Hamburger SV hefur keypt hollenska miðjumanninn Rafael van der Vaart frá Ajax fyrir 5.5 milljónir evra. Hinn 22-ára gamli van der Vaart skrifaði undir fimm ára samning.

Sport
Fréttamynd

Sven biðlar til Uefa

Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven Goran Eriksson, hefur skorað á Uefa að gefa Liverpool sæti í Meistaradeild Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Eyjólfur tilkynnir U-21 liðið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið átján manna hóp fyrir leikina tvo gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn verður gegn Ungverjum föstudaginn þriðja júní á Víkingsvelli og sá seinni gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli.

Sport
Fréttamynd

Meðlimir Oasis góðir

Eitt af stærstu rokkböndum í heiminum í dag, breska bandið Oasis, var með tónleika í Coronet leikhúsinu í London á miðvikudagskvöldið, sama kvöld og Liverpool sigraði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Víkingur lagði Víking

Víkingur R. lagði nafna sína frá Ólafsvík í dag með sjö mörkum gegn engu í Víkinni. Því miður erum við ekki með markaskorara úr þeim leik. Eftir leikinn er Víkingur R. í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Blikum sem hafa fullt hús stiga. Víkingur Ó. er í fimmta sæti með fjögur stig.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Ingi leystur undan samningi

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Arsenal, hefur verið leystur undan samningi hjá félaginu ásamt fjórum öðrum leikmönnum. Ólafur sem er 22 ára hefur verið á mála hjá Arsenal í fjögur ár en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Njarðvíkur á ÍR

Einn leikur á dagskrá í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Njarðvík burstaði ÍR með fjórum mörkum gegn engu. Leiknir, Njarðvík og Selfoss eru á toppnum í deildinni með sex stig.

Sport
Fréttamynd

Koeman ráðinn stjóri Feyenoord

Erwin Koeman, eldri bróðir Ronald Koeman, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hollenska liðsins Feyenoord og tekur þar með við af Ruud Gullit sem hætti á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Figo heilsar mér ekki lengur!

Þjálfari Real Madrid, Vanderlei Luxemburgo upplýsti á blaðamannafundi í dag að samband hans við portúgalska landsliðsmanninn Luis Figo sé við frostmark. Figo hefur ekki heilsað þjálfaranum frá því hann missti byrjunarliðssæti sitt í liðinu snemma í apríl sl.

Sport
Fréttamynd

FCK meistari í Skandinavíudeild

FC Kaupmannahöfn sigraði í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu í gær en liðið bar sigurorð af IFK Gautaborg í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 1-1.

Sport
Fréttamynd

Van der Vaart til Hamburgar

Óvænt tíðindi urðu í kvöld þegar hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rafael van der Vaart yfirgaf Ajax og gekk í raðir þýska Bundesliguliðsins Hamburg SPV fyrir 4 milljónir punda, eða 480 milljónir ÍSK.

Sport
Fréttamynd

Man Utd losa sig við Carroll

Manchester United leysti í dag 8 leikmenn undan samningi, þeirra á meðal markverðina tvo, Norður-Írann Roy Carroll og Spánverjann Ricardo.

Sport
Fréttamynd

Blikar áfram á toppnum

Einn leikur var í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Breiðablik sigraði Fjölni með einu marki gegn engu. Það var Ellert Hreinsson sem skoraði eina mark leiksins en Breiðablik er á toppnum í deildinni með 9 stig.

Sport
Fréttamynd

Heiðari boðinn nýr samningur !

Á stuðningsmannasíðu enska 1. deildarliðsins Watford kom fram nú í kvöld að Heiðari Helgusyni hafi verið boðinn nýr og betri samningur hjá félaginu. Heiðar var á dögunum sagður sagður hafa hafnað tilboði frá félaginu en Watford hefur ekki viljað staðfesta það. Beðið er eftir svari frá Heiðari.

Sport