Neytendur

Fréttamynd

Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa

Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar.

Neytendur
Fréttamynd

Rukka sjö hundruð krónur fyrir að­gang að gáma­svæðinu

Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. 

Innlent
Fréttamynd

Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík

Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir stjórn­völd fórna heimilum ítrekað fyrir bankana

Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 

Neytendur
Fréttamynd

Fjögur hundruð umsóknir um litla stúdíóíbúð

Svo virðist sem alger örvænting ríki meðal leigjenda. Halldóra Jónasdóttir auglýsti litla stúdíóíbúð á dögunum og áður en hún vissi af voru komnar 200 umsóknir – samdægurs. Þær fóru í að verða 400 þegar upp var staðið.

Innlent
Fréttamynd

Bíl-og ból­laus líf­stíll í einni íbúð á Snorra­braut

Í­búð sem nú er í byggingu á Snorra­braut 62 hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Þar er ekki að finna svefn­her­bergi og grínast net­verjar með að því verði hægt að lifa bíl-og ból­lausum lífs­stíl í í­búðinni en engin bíla­stæði fylgja húsinu. Fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss segir deilu­skipu­lag hafa nauð­beygt byggingar­aðila í að hafa í­búðina án svefn­her­bergis.

Neytendur
Fréttamynd

Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sér­hags­munir í land­búnaði“

Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

Neytendur
Fréttamynd

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skamma Olís vegna HM-af­láttar sem gilti bara á sumum ÓB-stöðvum

Neytendastofa hefur slegið á fingur Olís vegna auglýsinga um afslátt á eldsneyti á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Félagið auglýsti þar afslátt af eldsneyti, sem tengdist úrslitum íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð í janúar síðastliðinn, án þess að tekið var fram að afslátturinn gilti ekki á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Hefur félaginu verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti.

Neytendur
Fréttamynd

Eigna­sölu­ferli Heimsta­den gæti tekið fimm ár

Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maki krókinn hjá bönkunum á kostnað heimila og neyt­enda

Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rúmlega tuttugu milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Formaður Neytendasamtakanna segir að um gífurlegan hagnað sé að ræða. Hagnaðurinn sé drifinn áfram af stýrivaxtahækkunum Seðlabankans sem bitna einungis á lántakendum.

Neytendur
Fréttamynd

Byrjað verður að rukka á jarðvegstippinn á Selfossi

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar, sem fór fram í dag voru meðal annars kynnt drög að aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og bæjarstjórnar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit með sveitarfélaginu vegna 27 milljarða skulda þess.

Innlent