Handbolti

Fréttamynd

Jafnt hjá Spánverjum og Þjóðverjum

Opnunarleikurinn á EM í Sviss var æsispennandi en honum lauk með jafntefli Spánverja og Þjóðverja 31-31 í B-riðli. Spánverjar höfðu raunar ágæta möguleika að ná öllum stigunum úr leiknum á síðustu mínútunni, en sterk vörn Þjóðverja hélt í lokin. Klukkan 17 eigast svo Íslendingar og Serbar við í C-riðli.

Sport
Fréttamynd

Svissneskir dómarar dæma í kvöld

Dómarar í leik Íslands og Serbíu síðar í dag koma frá Sviss og heita Falcone og Ratz en eftirlitsmennirnir koma frá Þýskalandi og Ísrael. Íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson verða einnig í eldlínunni í dag en þeir dæma leik Frakka og Slóvaka í Basel.

Sport
Fréttamynd

Garcia farinn til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss vegna meiðsla og hefur hann því snúið aftur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem lið hans Göppingen er við æfingar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur framlengir við Gummersbach

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach til ársins 2009. Guðjón hefur farið á kostum með liðinu í vetur og hefur verið markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur. Kóreumaðurinn Shin Yoon hefur hinsvegar neitað að framlengja samning sinn við félagið og leikur því ekki með Gummersbach á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Ungverjar lögðu Þjóðverja

Ungverjar sem verða í riðli með Íslandi á Evrópumótinu í handbolta í lok mánaðarins, unnu Þjóðverja í dag, 34-30 á fjögurra þjóða móti í Króatíu í dag. Slóvenar og Króatar leika til úrslita í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Alfreð látinn fara

Alfreð Gíslasyni hefur verið vikið úr starfi sem þjálfara úrvalsdeildarliðsins Magdeburg, þar sem hann hefur verið við störf síðan 1999. Alfreð hefur náð góðum árangri á þessum tíma með liðið, en gengi liðsins hefur þó verið upp og niður í vetur. Alfreð hefur þegar gert samning um að taka við liði Gummersbach árið 2007.

Sport
Fréttamynd

Þórir skoraði tíu mörk fyrir Lubbecke

Fimm leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þórir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir lið sitt Lubbecke þegar það burstaði Delitzsch 40-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði níu mörk fyrir Gummersbach í sigri liðsins á Minden, Róbert Gunnarsson bætti við þremur mörkum fyriri Gummersbach, en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Minden.

Sport
Fréttamynd

Ólafur og félagar bikarmeistarar

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real tryggðu sér sigur í deildarbikarkeppninni á Spáni, þriðja árið í röð í fyrrakvöld þegar liðið sigraði Portland San Antonio í úrslitaleik 31-23. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Ciudad vinnur þennan titil.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Grosswallstadt sigraði Kronau Ostringen 27-26 þar sem Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Grosswallstadt. Nordhorn sigraði Dusseldorf 30-29 og Göppingen lagði Hamburg 34-29.

Sport
Fréttamynd

Kiel lagði Gummersbach

Kiel lagði Gummersbach í stórleik kvöldsins í þýska handboltanum 34-32. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarson fjögur. Þá burstaði Flensburg lið Delitzsch 32-22, en leik Hamburg og Wetzlar er enn ekki lokið.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach undir gegn Kiel

Nú er kominn hálfleikur í stórleik Gummersbach og Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Kiel hefur tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað tvö mörk fyrir Gummersbach, annað úr víti og Róbert Gunnarsson línumaður hefur sömuleiðis skorað tvö mörk.

Sport
Fréttamynd

Einar Hólmgeirsson í stuði

Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson 7 þegar liðið lagði Lemgo 33-29. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo. Magdeburg sigraði Minden 31-27, þar sem Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk og Arnór Atlason 1, en Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki leikið með Minden vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach - Kiel í beinni

Það verður enginn smá leikur í beinni útsendingu á Sýn á morgun þegar Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach taka á móti stórliði Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gummersbach gekk um helgina frá samningi við tvo nýja leikmenn til að styrkja sig í toppbaráttunni en þetta eru skyttan Denis Zacharov og markvörðurinn Nandor Fazekas.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real tapaði fyrir Portland San Antonio

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu naumlega fyrir Portland San Antonio í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 28-27. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, Portland San Antonio er í öðru sæti með 27 stig og Ciudad í því þriðja með 24 stig. Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Torrevieja í 29-23 sigri liðsins á Cangas.

Sport
Fréttamynd

Sögulegt stórtap hjá Magdeburg

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg voru teknir í kennslustund af Kiel í gærkvöldi þegar liðið tapaði 54-34 fyrir toppliðinu á útivelli, en Kiel er ógnarsterkt í ljónagryfunni heimafyrir. Þetta var hæsta markaskor í leik í sögu deildarinnar. Sigfús Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg stöðvaði Gummersbach

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg stöðvuðu í gærkvöld sigurgöngu Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni, þegar liðið vann sigur 38-28. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg, en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson var með tvö. Þetta var fysta tap Guðjóns og félaga á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Ciudad tapaði fyrir Barcelona

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær 26-24, en Ólafur skoraði eitt mark í leiknum. Barcelona skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hefur tveggja stiga forystu á Ciudad sem er í því þriðja. Portland San Antonio er sem fyrr í efsta sætinu.

Sport
Fréttamynd

Tíu mörk Einars dugðu skammt

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Grosswallstadt tapaði fyrir Göppingen 33-28, þar sem Einar Hólmgeirsson fór á kostum og skoraði tíu mörk fyrir Grosswallstadt, en Alexander Petersson skoraði fjögur mörk. Jaliesky Garcia var með fjögur mörk fyrir Göppingen. Kiel skaust á toppinn með því að bursta Nordhorn 42-31.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Magdeburg

Magdeburg tapaði í gær fyrir Flensburg á heimavelli sínum 37-32 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Arnór Atlason tvö, en Magdeburg hefur ekki tekist að halda í við efstu liðin í deildinni undanfarið. Þá vann Lemgo auðveldan sigur á Delitzsch 34-24, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo í gær.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real mætir Celje Lasko

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Evrópukeppnanna í handbolta. Í Meistaradeildinni mæta Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real sterku liði Celje Lasko frá Slóveníu. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach mæta Bidasoa frá Spáni í EHF keppninni og Lemgo, lið Ásgeirs Hallgrímssonar og Loga Geirssonar, mætir rússneska liðinu Dynamo Astachan.

Sport
Fréttamynd

KA úr leik í Evrópu

KA er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla en norðanmenn töpuðu með 10 marka mun gegn Steaua Bucharest, 31-21 í Rúmeníu í morgun. Þetta var í síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum en þeim fyrri lauk með sigri KA á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Fórum illa með dauðafærin

Magdeburg er úr leik í Meistaradeildinni í handbolta. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, segir að slæm nýting á færum hafi fellt hans menn í gær.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg og Århus úr leik

16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk í dag þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Århus féllu úr keppni. Sturla Ásgeirsson var hins vegar markahæstur danska liðsins Århus GF sem féll úr keppni með tapi fyrir ungverska liðinu Veszprém, 28-31. Sturla gerði 7 mörk í dag.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg lá fyrir Barcelona

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg biðu lægri hlut fyrir spænska stórliðinu Barcelona á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-24 fyrir spænska liðið, sem er með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn. Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Magdeburg.

Sport
Fréttamynd

Einar skoraði 10 fyrir Grosswallstadt

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 10 mörk í sigri liðsins á Wetzlar 30-25, en Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Þá var Snorri Steinn Guðjónsson ekki síðri hjá Minden þegar hann skoraði 9 mörk í tapi fyrir Wilhelmshaven 29-25, en Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Wilhelmshaven.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Lemgo

Íslendingaliðið Lemgo í Þýskalandi átti ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína Cakovac frá Króatíu í EHF-keppninni í dag og sigraði 41-25. Logi Geirsson skoraði 7 mörk í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6, en gera má ráð fyrir að eftirleikurinn verði Lemgo auðveldur með svo gott forskot í síðari leikinn.

Sport
Fréttamynd

8-liða úrslitin kláruðust í gær

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska bikarnum í gærkvöldi, en þá varð ljóst hvaða lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Gummersbach átti í litlum vandræðum með Solingen og vann 41-22, þar sem Guðjón Valur skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Ólafi og félögum

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Ciudad Real á Spáni í gær þegar liðið burstaði Aragon 38-25 í úrvalsdeildinni þar í landi. Real er í 2-3 sæti deildarinnar ásamt Barcelona, en meistarar Portland San Antonio eru í efsta sætinu.

Sport
Fréttamynd

Lemgo féll úr bikarnum

Lemgo, lið Loga Geirssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, féll úr keppni í þýska bikarnum í gær þegar liðið lá fyrir Kiel 40-36 í ljónagryfjunni í Kiel. Íslendingarnir komust ekki á blað í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Burstuðu Belga 34-22

Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk.

Sport