Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

Ungir fjárfestar orðnir um þriðjungur af markaðnum

Hluthöfum í fyrirtækjum í Kauphöllinni sem eru í aldurshópnum 20 til 39 ára hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Hlutabréfaverð hækkaði talsvert á tímabilinu samhliða auknum áhuga yngri fjárfesta en heildarfjöldi hluthafa í skráðum félögum jókst samtals um meira en fimmtíu þúsund. 

Innherji
Fréttamynd

Traust á fjár­mála­kerfinu ekki komið aftur eftir hrun

Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi

Gjald­þrot bank­ans Sil­ic­on Vall­ey Bank í Band­a­ríkj­un­um hef­ur leitt til verð­lækk­an­a á hlut­a­bréf­a­mörk­uð­um um all­an heim og breytt spám um stýr­i­vaxt­a­hækk­an­ir. Hér­lend­is hafa ver­ið um­tals­verð­ar lækk­an­ir á hlut­a­bréf­um og kraf­a á ó­verð­tryggð rík­is­skuld­a­bréf lækk­að­i vegn­a vænt­ing­a um að Seðl­a­bank­inn hækk­i stýr­i­vext­i minn­a en áður var tal­ið.

Innherji
Fréttamynd

Verð­met­ur Reg­inn 66 prós­ent­um yfir mark­aðs­verð­i

Jakobsson Capital verðmetur fasteignafélagið Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði. Erlend fasteignafélög hafa hækkað nokkuð það sem af er ári. „Íslensku fasteignafélögin hafa hins vegar fátt annað gert en að lækka í verði það sem af er ári,“ segir í verðmati. „Verðtryggt greiðsluflæði og stöðugleiki ætti að heilla fjárfesta öllum stundum en sérstaklega nú á tímum verðbólgu og óvissu.“

Innherji
Fréttamynd

Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verð­fall á bréfum Marels

Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Verðtryggð krafa á Íslandi orðin töluvert lægri en í Bandaríkjunum

Ávöxtunarkrafan á bandarísku verðtryggðu ríkisskuldabréfi til þriggja ára er orðin um 60 punktum hærri en krafan á íslensku verðtryggðu ríkisbréfi og ef horft er til fimm ára er krafan á svipuðu reiki. Eigi að takast að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum þarf „bálreiðan“ Seðlabanka og að lágmarki 100 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar, að mati skuldabréfamiðlara hjá Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskir vogunar­sjóðir í varnar­bar­áttu á ári þar sem svart­sýni réð ríkjum

Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Borgin í þungum róðri á skulda­bréfa­markaði

Hækkun ávöxtunarkröfunnar á skuldabréfum Reykjavíkurborgar skilar sér í „verulega þungri vaxtabyrði“ á nýjum lánum. Krafan á óverðtryggða skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, sem stendur í ríflega 8,8 prósentum, hefur hækkað um 1,5 prósentustig frá áramótum og nærri tvöfaldast frá byrjun árs 2022.

Innherji
Fréttamynd

Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið

Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug.

Innherji
Fréttamynd

Eignastýring á umrótatímum

Við fögnum nýju ári 2023 og kveðjum versta ár á fjármálamörkuðum í áratugi. Staðan í heiminum er þó sú að enn geysar stríð í Úkraínu, landfræðileg áhætta hefur aukist, verðbólgu er mikil og vextir hækka hraðar en nokkru sinni fyrr.

Umræðan
Fréttamynd

For­stjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verð­miði Fossa sé of hár

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech orðið ein stærsta eignin hjá helstu hluta­bréfa­sjóðum landsins

Vægi Alvotech í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins hefur aukist verulega á fáum vikum samtímis miklum verðhækkunum á gengi bréfa íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins og þátttöku sjóðanna í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Úttekt Innherja sýnir að félagið er orðið stærsta eða næststærsta eignin hjá meirihluta sjóðanna.

Innherji
Fréttamynd

Kvika muni sjá til lands í sam­runa­við­ræðum við Ís­lands­banka „fyrr en seinna“

Hagnaður Kviku á fjórða ársfjórðungi eftir skatt minnkaði um rúmlega milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og nam 1.613 milljónum sem skilaði sér í arðsemi á efnislegt eigið fé upp á 15,3 prósent. Afkoman litaðist af einskiptiskostnaði en forstjóri Kviku segir rekstur fjórðungsins hafa verið þann besta á liðnu ári og hann býst við að niðurstaða muni fást í viðræðum bankans um mögulegan samruna við Íslandsbanka innan ekki of langs tíma.

Innherji
Fréttamynd

Að­drag­and­inn að kaup­um VÍS á Foss­um „var stutt­ur“

VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja.

Innherji