Bandaríkin

Fréttamynd

Leita aðstoðar Bandaríkjanna

Yfirvöld í Ísrael munu leita ráða hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna eftir að Airbnb fjarlægði eignir á Vesturbakkanum sem skráðar voru til útleigu af síðu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir dánir eftir skotárás í Chicago

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á sjúkrahúsi í bandarísku stórborginni Chicago í gærkvöldi, tveir starfsmenn spítalans, einn lögreglumaður og árásarmaðurinn sjálfur.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að reka Acosta aftur úr Hvíta húsinu

Ríkisstjórn Donald Trump ætlar sér að fella niður aðgang Jim Acosta, fréttamanns CNN, að Hvíta húsinu aftur. Það er um leið og úrskurður dómara um að Acosta eigi að fá aðgang rennur út.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga

Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA

Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Hundraða er enn saknað

Að minnsta kosti 631 er enn saknað í norðurhluta Kaliforníu vegna Camp-skógareldanna sem þar hafa riðið yfir. Tala látinna hækkar hvern einasta dag og stóð í 63 í gær.

Erlent
Fréttamynd

Acosta vinnur áfangasigur

Dómari skipaði Hvíta húsinu í gær að afhenda Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa sinn í Hvíta húsið aftur. Acosta var sviptur passanum nýverið.

Erlent
Fréttamynd

Áfangasigur CNN gegn Trump

Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður.

Erlent
Fréttamynd

Hjartnæm saga og fjáröflun reyndist svikamylla

Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey.

Erlent