Úkraína

Fréttamynd

Kosið á ný um umdeild lög í Úkraínu

Þingmenn í Kænugarði í Úkraínu koma saman í dag á sérstökum fundi en þar er búist við því að kosið verði um hvort fella beri ný lög sem bönnuðu mótmæli í landinu, úr gildi.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarlögum hótað í Úkraínu

Dómsmálaráðherra Úkraínu varaði mótmælendur við því að neyðarlögum verði komið á í landinu fari þeir ekki úr ráðuneytinu, en hópur fólks ruddist þar inn í gærkvöldi og hefur bygginguna nú á valdi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Báru líkkistu mótmælanda

Þúsundir Úkraínumanna hrópuðu „Hetja!“ og sungu þjóðsönginn þegar líkkista manns sem lést í síðustu viku í mótmælum gegn stjórnvöldum, var borin um miðborg Kænugarðs.

Erlent
Fréttamynd

Áframhaldandi ofbeldi í Kænugarði

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, bauð í gær stjórnarandstöðumönnum að taka sæti forsætisráðherra og vara- forsætisráðherra í þeim tilgangi að binda endi á mótmæli og stigvaxandi ofbeldi í Kænugarði.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður í Úkraínu skiluðu litlu

Ekkert kom út úr fundi leiðtoga mótmælenda í Úkraínu með forseta landsins sem fram fór í gærkvöldi. Vitali Klitschko, einn af forsprökkum stjórnarandstöðunnar sagði að forsetinn Yanukovych hefði ekki rétt fram sáttahönd og óttast hann frekari blóðsúthellingar í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Klitschko hótar forseta Úkraínu

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Úkraínu hafa sett forseta landsins Viktori Janúkóvits, afarkosti, eftir að viðræður um lausn deilunnar sem valdið hefur ófriðarbáli í höfuðborginni Kænugarði síðustu vikur fóru út um þúfur í gær.

Erlent
Fréttamynd

Skutu mótmælanda til bana í Kænugarði

Til harðra átaka kom í morgun í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þegar lögreglan hóf að leysa upp búðir mótmælenda í miðborginni og nú þegar hafa borist fregnir af því að einn mótmælandi hafi fallið fyrir kúlum lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Samningurinn tryggi stöðugleika

Mikil ánægja er á meðal leiðtoga í Úkraínu um fjárhagsaðstoð Rússa og segja þeir hana tryggja fjárhagslegan stöðugleika í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Um 200 þúsund mótmæla í Kænugarði

Mótmælin hafa staðið yfir síðustu vikur en upphaf þeirra má rekja til þess að Viktor Yanukovych, forseti landsins, neitaði að skrifa undir viðskiptasamning við Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Kænugarði

Til átaka kom í morgun í Kænugarði höfuðborg Úkraínu þegar lögreglan reyndi að koma mótmælendum í burtu sem hafa tekið sér stöðu í ráðhúsi borgarinnar og á Sjálfstæðistorgi í miðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Segir valdarán í undirbúningi í Úkraínu

Forætisráðherra Úkraínu segir öll teikn á lofti þess efnis að stjórnarandstæðingar undirbúi nú valdarán í landinu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni Kænugarði síðustu daga eftir að forsetinn, Viktor Yanukovych, ákvað að hætta við að undirrita samning um nánari samskipti Úktaínu og Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur loka götum í Úkraínu

Mótmælendur hafa lokað götum að opinberum stofnunum við Sjálfstæðistorg í Kænugarði í Úkraínu. Þeir hafa einnig komið sér fyrir í ráðhúsi borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl

Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Chernobyl opnað ferðamönnum

Yfirvöld í Úkraínu ætla á næsta ári að opna Chernobyl kjarnorkuverið fyrir ferðamenn. Lysthafendur geta þá skoðað vettvang versta kjarnorkuslyss sögunnar (Enn sem komið er) og reikað um rústir orkuversins.

Erlent
Fréttamynd

Stálhjálmur yfir Chernobyl

Yfirvöld í Úkraínu hafa samþykkt að byggð verði risastór stálbygging yfir geislavirkt svæði eftir versta kjarnorkuslys sögunnar í Chernobyl árið 1986. Franskt fyrirtæki hefur verið ráðið til að smíða stálbygginguna sem mun koma í stað molnandi steypubyggingar sem byggð var eftir slysið.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi minntist Chernobyl

Um tíu þúsund stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar komu saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í gær til að minnast fórnarlamba Tsjernóbyl slyssins sem varð í kjarnorkuveri í Úkraínu fyrir 20 árum. Milinkevich, fyrrum forsetaframbjóðandi, segir stjórnina hrædda við andstæðinga sína, sem hafi birst í upprætingu mótmæla og lokun á aðaltorgi MInsk.

Erlent
Fréttamynd

Auknar bætur til fórnarlamba Chernobyl

Viktor Jútsjenkó, forseti Úkraínu, minntist í gær fórnarlamba kjarnorkuslyssins og bauð fjölskyldum þeirra auknar bætur. Hversu miklar þær verða, sagði hann þó ekkert um. Minningarathöfnin var haldin nærri kjarnakljúfnum sem slysið varð í og hefur 26. apríl verið yfirlýstur sorgardagur í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Tsjernóbil verður ferðamannastaður

Úkraínumenn reyna nú að lappa upp á ferðamannaiðnaðinn í landinu og hafa brugðið á það ráð að breyta Tsjernóbil-kjarnorkuverinu í ferðamannastað. Átján ár eru liðin frá því að kjarnorkuslys varð í Tsjernóbil en verinu var ekki lokað fyrr en árið 2000. Geislavirkni í verinu er 200 sinnum hærri en leyfilegt er en ferðamenn geta gist í verinu í nokkra daga án þess að veikjast.

Erlent