Innlent

Frænd­hygli innan lög­reglunnar um­töluð í ára­raðir

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags.

Innlent

Varð rafmagnslaust á Norðurlandi

Rafmagnslaust var á Akureyri, Dalvík og í nærsveitum sökum útleysingar á Rangárvöllum. Að því fram kemur á vef Landsnets voru allir notendur á Akueryri og nágrenni eru án rafmagns.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður VR segir galið að seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar.

Innlent

Birtir launa­seðla leik­skóla­leið­bein­enda

Töluverður munur er á launum leikskólaleiðbeinenda sem vinna í Reykjavík og í Kópavogi. Samkvæmt launaseðlum sem formaður BSRB birtir í dag fær leiðbeinandi í Kópavogi um 45 þúsund krónum minna í heildarlaun fyrir skatt.

Innlent

Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild

Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar.

Innlent

Þrýsta á ráð­herra að endur­nýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu

Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra.

Innlent

Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri.

Innlent

Vonir um að út­breiðslan sé ekki mikil

Niður­stöður sem komnar eru úr greiningu riðu­sýna í Mið­fjarðar­hólfi vekja vonir um að út­breiðslan sé ekki mikil. Því er brýnt að hefta hana með fum­lausum við­brögðum og í því sam­bandi mikil­vægast að taka mögu­lega smit­bera úr um­ferð eins fljótt og hægt er.

Innlent

Stera­bolti breytti lífi sam­býlis­konunnar í al­gjöra mar­tröð

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu.

Innlent

Ríkisstjórnin hafi hugað að tekjulágu fólki

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að ráðast í rót verðbólgunnar og sýna aukið aðhald í ríkisfjármálum. Hann segir ríkisstjórnina hafa hugað að tekjulágu fólki en telur að það eigi ekki að reyna að lifa með verðbólguástandinu.

Innlent

Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð

Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast.

Innlent

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum.

Innlent

Að­­gerðir í hús­­næðis­­málum for­­senda lang­­tíma­samninga að mati Eflingar

Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum.

Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn verið við stjórn í tíu ár

Í gær voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 23. maí 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því verið við völd í tíu ár sem hluti af fimm ríkisstjórnum, þar af tveimur sem hafa sprungið.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná niður verðbólgu að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum.

Innlent