Leikjavísir

Fréttamynd

Keppniskvöld hjá GameTíví

Það er  keppniskvöld hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þá munu þeir keppa sín á milli í leikjum eins og TopSpin (nýjasta tennisleiknum), WWE 2K24 (fjölbragðaglíma) og öðrum.

Leikjavísir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

GameTíví: Plorrinn spilar Fallout

Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld er fyrsti þáttur GameTíví af Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, þar sem engin mistök eru liðin.

Leikjavísir
Fréttamynd

Barist í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðströndina áfram í kvöld. Heimurinn bjargar sér ekki sjálfur en þessar fjórar hetjur ætla að gera það.

Leikjavísir
Fréttamynd

Spila þú með Babe Patrole

Stelpurnar í Babe Patrol, fá Digital Cuz í heimsókn í kvöld og ætla að bjóða áhorfendum að spila í kvöld. Hægt verður að stökkva í leik með þeim í Warzone.

Leikjavísir
Fréttamynd

Allir spila með GameTíví

Það verður stuð og fjör hjá strákunum í GameTíví í kvöld þar sem þeir verða með opið hús. Áhorfendur munu geta tekið leik með þeim í Warzone.

Leikjavísir
Fréttamynd

Like a Dragon: Infinite Wealth - Fíflagangur í fyrir­rúmi

Like a Dragon: Infinite Wealth er „japanskasti“ leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Í grunninn er um að ræða hlutverkaleik, þar sem maður byggir upp teymi bandamanna og berst gegn vondum körlum en að öðru leyti á ég gífurlega erfitt með að lýsa LADIW svo einfalt sé. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Sony Portal: Spilað þegar ein­hver stelur sjón­varpinu

Sony gaf í lok síðasta árs út græjuna PlayStation Portal, sem gerir eigendum PlayStation 5 kleift að streyma tölvuleikjum úr tölvunni, hvar sem þeir eru staddir. Til að mynda er hægt að spila leiki sem búið er að setja upp í tölvunni á meðan aðrir horfa á sjónvarpið.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví: Hryllingur og bullandi hasar

Þau mun reyna á taugar strákanna í GameTíví í kvöld. Síðan mun reyna á viðbrögðin. Í streymi kvöldsins ætla strákarnir að spila hryllingsleik í sýndarveruleika og seinna meir ætla þeir að reyna við fjölspilunarleikinn The Finals.

Leikjavísir
Fréttamynd

Indiana Jones kýlir aftur nas­ista í nýjum leik

Forsvarsmenn Microsoft og leikjafyrirtækja félagsins kynntu í gær þá leiki sem væntanlegir eru á árinu. Meðal annars var sýnd stikla úr nýjum leik um fornleifafræðinginn Indiana Jones og kafað var dýpra í aðra væntanlega leiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Krydd­pylsa GameTí­ví 2023

Strákarnir í GameTíví ætla að halda sína árlegu Kryddpylsu í kvöld. Þá verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í heimi tölvuleikjanna á síðasta ári og það sem gerðist í GameTíví.

Leikjavísir