Tónlist

Sálumessur í Hallgrímskirkju

Kórinn Schola cantorum og stjórnandi hans Hörður Áskelsson. Á allra heilagrar messu minnast menn látinna vina og ættingja og í dag verða haldnir hátíðlegir tónleikar í Hallgrímskirkju.
Kórinn Schola cantorum og stjórnandi hans Hörður Áskelsson. Á allra heilagrar messu minnast menn látinna vina og ættingja og í dag verða haldnir hátíðlegir tónleikar í Hallgrímskirkju.

Allra heilagramessa er í dag og að því tilefni gengst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir sálumessutónleikum.

Að þessu sinni fær List­vina­félagið kammerkórinn Schola cantorum og Alþjóðlegu barokk­sveitina í Haag til liðs við sig. Flutt verða verkin „Messe de requiem“ og „De profundis“ eftir franska tónskáldið André Campra en hvorugt þessara verka hefur verið flutt hér á landi áður.

Schola cantorum hefur í gegnum tíðina flutt ýmis verk barokkmeistaranna við góðan orðstír. Að þessu sinni skipa kórinn tíu söngvarar en einsöngvarar hans verða Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Kirsten Erna Blöndal, Hrólfur Sæmundsson, Benedikt Ingólfsson og Þorbjörn Rúnarsson.

Alþjóðlega barokksveitin í Haag er íslenskum tónleikagestum að góðu kunn en sveitin hefur undanfarin misseri starfað með kórum Hallgrímskirkju við flutning á tveimur stórvirkjum Jóhanns Sebastíans Bachs; Matteusarpassíunni og Jólaóratóríunni tvenn síðustu jól. Hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki víða að úr heiminum, þar á meðal Íslendingum, sem hefur sérmenntað sig í flutningi gamallar tónlistar á upprunaleg hljóðfæri og hlotið mikið lof fyrir leik sinn.

Hefð hefur skapast fyrir því að flytja sálumessu í Hallgrímskirkju á allra heilagra messu. Margir leggja leið sína í kirkjuna á þessum degi til að minnast látinna ástvina sinna á hátíð­legan hátt og hefur undanfarin ár verið uppselt á sálumessutónleika Listvina­félags­ins.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×