Íslenski boltinn

Stjarnan vann fyrsta titil ársins - Halldór Orri með tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson. Vísir/Valli
Stjörnumenn unnu í kvöld fyrsta titil ársins 2014 í meistaraflokki karla í fótbolta þegar liðið vann 3-1 sigur gegn FH í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum.

Halldór Orri Björnsson skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum og var án vafa maður leiksins.

Halldór Orri skoraði fyrra markið á 51. mínútu eftir sendingu frá Veigari Páli Gunnarssyni og það síðara á 66. mínútu eftir sendingu frá Garðari Jóhannssyni.

Inn á milli markanna skoraði hinn 18 ára gamli Heiðar Ægisson annað mark Stjörnunnar á 53. mínútu.

Varamaðurinn Emil Pálsson minnkaði muninn fyrir FH á 69. mínútu en úrslitin í leiknum voru í raun ráðin.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, er því þegar kominn með einn titil á ferilskrána en hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni eftir síðasta tímabil.

Upplýsingar um gang mála í leiknum erum fengnar af vefsíðunni fótbolti.net en það er hægt að lesa meira um leikinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×