Íslenski boltinn

Funda um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. Vísir/NordicPhotos/Getty
Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, SÍGÍ, boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum á morgun miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00 en fundurinn fer fram á 3. hæð í höfuðstöðum KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Bjarni E. Guðleifsson prófessor, mætir á fundinn en hann hefur rannsakað þetta vandamál til fjölda ára. Bjarni mun fyrripart dags á morgun taka stöðuna á nokkrum völlum á Reykjavíkursvæðinu til að vera sem best upplýstur um þetta vandamál sem farið er að herja á stór Reykjavíkursvæðið af miklum þunga.

Dagsskráin hefst á fyrirlestri frá Bjarna, eftir það verða svo almennar umræður um þetta eina mál. Allir velkomnir, ekki þarf að skrá sig, bara að mæta og fræðast.

Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×