Íslenski boltinn

Jóhann Laxdal yfirgefur Stjörnuna: Ekki auðvelt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Laxdal í leik með Stjörnunni.
Jóhann Laxdal í leik með Stjörnunni. Vísir/Valli
Jóhann Laxdal mun ekki spila með Stjörnunni í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en hann er að fara semja við norska b-deildarfélagið Ull/Kisa.

Jóhann segir frá þessu í samtali við vefsíðuna fótbolti.net í kvöld en hann mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið um næstu helgi.

„Það er ekkert auðvelt að segja skilið við Stjörnuna. Ég er að fara frá skemmtilegu ævintýri hérna en maður verður stundum að velja og hafna. Maður fær ekkert úr endalaust af tækifærum þannig að ég vil láta reyna á þetta," sagði Jóhann í samtali við fótbolti.net.

Jóhann Laxdal hefur spilað 102 deildarleiki með Stjörnunni í úrvalsdeild karla undanfarin fimm sumar og er þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins í efstu deild þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 24 ára gamall.

Ullensaker/Kisa endaði í 12. sæti í norsku b-deildinni á síðustu leiktíð en hjá liðinu spilar Rasmus Christiansen sem lék áður með ÍBV.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×