Íslenski boltinn

Pepsi-deildin byrjar á sunnudegi og endar 4. október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR og Valur mætast í fyrstu umferðinni.
KR og Valur mætast í fyrstu umferðinni. Vísir/Vilhelm
KSÍ hefur sett inn drög að leikdögum í Pepsi-deild karla fyrir næsta sumar en fyrsta umferðin fer fram eftir 93 daga. Á heimasíðu sambandsins má sjá fyrstu drög af leikjaplani sumarsins.

Fyrsta umferðin fer samkvæmt því fram sunnudaginn 4. maí og verða opnunarleikirnir Fram-ÍBV á Laugardalsvellinum og Keflavík-Þór á Nettóvellinum í Keflavík en þeir hefjast báðir klukkan 17.00.

Seinna um kvöldið mætast  KR-Valur á KR-velli, Stjarnan-Fylkir á Samsung vellinum í Garðabæ og Fjölnir-Víkingur R. á Fjölnisvelli en þessir leikir eru allir settir á klukkan 19.15.

Umferðinni líkur síðan með stórleik Breiðabliks og FH á Kópavogsvelli klukkan 19.15 mánudagskvöldið 5. maí.

Það fara fimm umferðir fram í maí og sú sjötta verður spiluð 1. og 2. júní. Lokaumferðin fer hinsvegar ekki fram fyrr en laugardaginn 4. október.

Það skal tekið fram að  mótið er í vinnslu en það er hægt að sjá tímasetningar leikjanna í þessum fyrstu drögum með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×