Íslenski boltinn

Stefán samdi við Breiðablik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán á að baki 32 leiki með A-landsliði Íslands.
Stefán á að baki 32 leiki með A-landsliði Íslands. Vísir/Getty
Breiðablik hefur gengið frá þriggja ára samningi við Stefán Gíslason sem snýr aftur til landsins eftir langa dvöl í atvinnumennsku.

Stefán er 33 ára gamall og var síðast á mála hjá Leuven í Belgíu. Hann fékk sig hins vegar lausan undan samningi sínum við félagið á dögunum og gaf þá út að hann vildi koma aftur til Íslands.

Hann er Eskfirðingur og samdi ungur við Arsenal ásamt Vali Fannari, bróður sínum. Árið 1999 hélt hann til Noregs og hefur dvalist ytra síðan þá ef frá eru talin tvö tímabil í Keflavík frá 2003 til 2004.

Stefán hefur á sínum ferli spilað með Strömsgodset, Viking, Lyn og Lilleström í Noregi, Grazer AK í Austurríki, Bröndby í Danmörku og nú síðast Leuven í Belgíu. Hann lék einnig með KR árið 1998.


Tengdar fréttir

Stefán Gísla ætlar að finna sér lið á Íslandi

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason hefur gert stafslokssamning við belgíska félagið Oud-Heverlee Leuven en þetta var tilkynnt á vef félagsins í dag. Stefán ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax og ætlar að reyna að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×