Íslenski boltinn

Valsmenn semja við mikið efni frá Bröndby

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mads Nielsen.
Mads Nielsen. Mynd/Heimasíða Bröndby
Hinn efnilegi danski varnarmaður Mads Nielsen mun spila með Val í Pepsi-deildinni í sumar en Valsmenn segja frá því á heimasíðu sinni að Valur hafi fengið leikmanninn að láni frá Bröndby IF í Danmörku.

Lánssamningur Vals og Bröndby IF í Danmörku er til 1. október 2014 og hann spilar því allt tímabilið með Val.

Mads Nielsen er 19 ára gamall og þykir mikið efni. Hann hefur verið viðloðandi aðallið Bröndby síðan 2013 og lék meðal annars með liðinu í bikarkeppninni í ágúst sama ár er Bröndby IF mættu liði Hvidovre IF. Einnig hefur Mads spilað 24 leiki fyrir yngri landslið Dana.

Per Rud, Íþróttastjóri Bröndby, segir í samtali við heimasíðu Vals að það sé von og trú manna hjá Bröndby að Mads fái mikinn spiltíma hjá Val og að með því spila á Íslandi fái Mads tækifæri til að bæta sig sem leikmaður og muni snúa enn betri til baka til Danmerkur í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×