Íslenski boltinn

Mossi áfram í Ólafsvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mossi, til hægri, í leik gegn Fylki í sumar.
Mossi, til hægri, í leik gegn Fylki í sumar. Vísir/Vilhelm
Spánverjinn Toni Espinosa Mossi verður áfram í herbúðum Víkings á Ólafsvík og mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Mossi kom um mitt tímabil í fyrra og spilaði vel með Víkingum sem féllu þó úr Pepsi-deildinni í haust. Hann kom alls við sögu í ellefu leikjum og skoraði í þeim tvö mörk.

Áður lá ljóst fyrir að annar Spánverji, bakvörðurinn Samuel Jiminez, kæmi aftur til Ólafsvíkur og eru þeir væntanlegir til landsins í mars.

Frá þessu var greint á heimasíðu Víkings Ólafsvíkur.


Tengdar fréttir

Enn einn Spánverjinn til Ólafsvíkur

Markvörðurinn Sergio Lloves og sóknarmaðurinn Juan Manuel Torres eru komnir með félagaskipti hjá Víkingi Ólafsvík en þar með er ljóst að fimm Spánverjar eru á mála hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×