Íslenski boltinn

Þórður Steinar samdi við lið í Sviss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórður Steinar fagnar marki í Evrópuleik með Blikum síðastliðið sumar.
Þórður Steinar fagnar marki í Evrópuleik með Blikum síðastliðið sumar. Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson er genginn til liðs við B-deildarlið FC Locarno í Sviss.

Þórður Steinar flutti erlendis í haust og æfði til að mynda með ítölsku D-deildarliði um sinn. Hann hefur svo æft með Locorno síðustu vikurnar og samdi við liðið fyrr í vikunni.

Hann lék áður með HB í Færeyjum en með Þrótti, Val og Breiðabliki hér á landi. Hann kom við sögu í 20 deildar- og bikarleikjum með Blikum síðastliðið sumar.


Tengdar fréttir

Þórður Steinar æfir á Ítalíu

Þórður Steinar Hreiðarsson er kominn til Ítalíu þar sem hann æfir með D-deildarliðinu Mantova. Fótbolti.net greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×