Íslenski boltinn

Vill vera þekktur sem Gonzalo Balbi en ekki mágur Suárez

Gonzalo Balbi á æfingu KR.
Gonzalo Balbi á æfingu KR. Mynd/Brynjar Óli
Gonzalo Balbi, nýjasti leikmaður Íslandsmeistara KR í Pepsi-deild karla í fótbolta, vill ekki vera þekktur fyrir að vera mágur Luis Suárez, leikmanns Liverpool.

Úrúgvæinn Balbi, sem lét vita af sér með tveimur mörkum í sigri KV á Víkingi í Reykjavíkurmótinu á dögunum, skrifaði undir samning við KR í vikunni og spilar með Íslandsmeisturunum í sumar.

Í viðtali við fótbolti.net segir Balbi frá komu sinni til Íslands en hann á íslenska kærustu og ákvað að flytja með henni til landsins. Þau kynntust í Barcelona.

KR reyndi að semja við hann í fyrra en ekkert varð af félagaskiptunum vegna þeirra háu uppeldisbóta sem Íslandsmeistararnir þurftu að greiða fyrir hann.

„Ég er mjög ánægður með að vera partur af þessu KR-liði. Þetta er mjög svo gott lið og allir hafa reynst mér afar hjálpsamir frá því ég kom,“ segir Balbi við fótbolti.net.

Aðspurður hvort honum finnist þreytandi að vera sífellt kallaður „mágur Suárez“ segir hann:

„Mér finnst þetta kannski ekki pirrandi en ég vil heldur skapa mér mitt eigið nafn og ég vil að fólk þekki mig sem Gonzalo Balbi ekki sem mágur Suarez.“

Allt viðtalið má lesa á vef fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×