Íslenski boltinn

Eintómar vítaspyrnur á Algarve

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnleifur varði eina spyrnu í vítakeppninni.
Gunnleifur varði eina spyrnu í vítakeppninni. Vísir/Valli
Breiðablik vann sigur á austurríska b-deildarliðinu Mattersburg á æfingamóti á Algarve í Portúgal í kvöld.

Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu úr vítaspyrnu. Liðsmenn austurríska liðsins jöfnuðu metin á 50. mínútu með frábæru skoti utan teigs.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og var gripið til vítaspyrnukeppni. Stefán Gíslason, Jordan Halsman, Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson skoruðu úr sínum vítaspyrnum en varið var frá Finni Orra Margeirssyni. Gunnleifur Gunnleifsson varði fimmtu spyrnu Austurríkismannanna og tryggði Blikum sigur.

Á morgun mætir FH sænska liðinu Örebro í sama átta liða æfingamóti. Leikurinn verður sýndur beint á Eurosport 2 klukkan 15.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×