Íslenski boltinn

Mágur Suarez spilar með KR í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Óli Brynjar Halldórsson
KR-ingar hafa fengið leikheimild fyrir Gonzalo Balbi og mun hann spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Baldur Stefánsson hjá knattspyrnudeild KR staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í morgun en Balbi hefur helst vakið athygli hér á landi fyrir að vera mágur Luis Suarez, leikmanns Liverpool.

Hann kom fyrst hingað til lands síðasta sumar en ekkert varð af því að hann gengi til liðs við KR þar sem ekki tókst að semja við hans gömlu félög á Spáni um uppeldisbætur.

„Þessi lið slökuðu síðan á klónni í vetur og þá náðust samningar sem allir eru sáttir við,“ sagði Baldur. „Við bindum miklar vonir við þennan strák, hann er ungur og efnilegur.“

Balbi, sem er 21 árs gamall bakvörður, lék með KV á dögunum en gekk ekki frá samningi við félagið. Hann þarf hins vegar að vera á leikmannasamningi til að geta spilað með KR í sumar.


Tengdar fréttir

Mágur Luis Suárez lék með KR

Kjartan Henry skoraði tvö mörk fyrir KR sem lagði Fjölni að velli 3-2 í æfingaleik á KR-vellinum í gærkvöldi. Annar leikmaður vakti þó meiri athygli.

Mágur Suarez æfir áfram með KR

KR-ingar hafa ekki tekið ákvörðun enn sem komið er hvort samið verði við spænska bakvörðinn Gonzalo Balbi. Balbi hefur æft með KR-ingum í rúma viku.

Balbi ekki með KR-ingum

Ekkert verður af því að Spánverjinn Gonzalo Balbi leiki með KR á tímabilinu.

Mágur Suarez á leið í KR

Gonzalo Balbi skrifar að líkindum undir samning við Pepsi-deildar lið KR í knattspyrnu síðar í dag.

Mágur Suarez á íslenska kærustu

"Hann er hæfileikaríkur og ungur strákur. Hann spilaði vel í gær. Það er alls ekkert ólíklegt að við getum notað hann," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR í Pepsi-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×