Lífið

Jimmy Fallon réð ekkert við Donald Trump

Birgir Olgeirsson skrifar
Viðtalið Jimmy Fallon við Donald Trump fer mögulega í sögubækurnar fyrir að vera eitt það líflegasta sem spjallþáttastjórnandinn hefur tekið.
Viðtalið Jimmy Fallon við Donald Trump fer mögulega í sögubækurnar fyrir að vera eitt það líflegasta sem spjallþáttastjórnandinn hefur tekið. Vísir/Youtube
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon réð ekkert við auðkýfinginn og forsetaframbjóðandann Donald Trump þegar sá síðarnefndi mætti í þáttinn í gær. Trump talaði mikið og lengi og átti Fallon hreinlega erfitt með að komast að með spurningar.

Á einum stað viðtalsins spurði Fallon hvort að Trump hefði einhvern tímann á lífsleiðinni beðist afsökunar. „Þetta var ekki hluti af spurningunum,“ svaraði Trump í léttum dúr og benti Fallon á að ekkert af þessu viðtali hefði farið eins og það átti að fara.

„Ég er eins og þú núna, ég notast ekki við handrit,“ sagði Fallon og svaraði Trump að það væri mun skemmtilegra þannig.

„Mér finnst afsökun vera frábært fyrirbæri, en til þess að biðjast afsökunar þarftu að hafa rangt fyrir þér. Ég var beðinn um að biðjast afsökunar þegar ég sóttist fyrst eftir því að verða forseti því ég vakt máls á ólöglegum innflytjendum. Ég varð fyrir miklu aðkasti vegna þessa. En að lokum kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Og núna segja þeir sem hafa fjallað um mig; Þakka þér kærlega fyrir. En ég mun algjörlega biðjast afsökunar, vonandi í fjarlægri framtíð, ef ég hef rangt fyrir mér,“ sagði Trump.

Brot úr þessu stórmerkilega viðtali má sjá hér fyrir neðan:

Hér má sjá Fallon taka Trump í hraðaspurningar þar sem svörin voru ekki svo stutt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×