Viðskipti innlent

Dýrara að búa í eigin húsnæði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hækkun þess að búa í eigin húsnæði helst í hendur við hækkun fasteignaverðs.
Hækkun þess að búa í eigin húsnæði helst í hendur við hækkun fasteignaverðs. vísir/andri marinó
Á síðustu tólf mánuðum hefur kostnaður við að búa í eigin húsnæði hækkað um 23 prósent og hækkaði um 1,2 prósent milli mánaða í júní. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Hækkunin er töluverð milli ára en helst í hendur við hækkandi húsnæðisverð. Fram kemur í Hag­sjánni að mikil hækkun var einnig á reiknaðri húsaleigu milli mánaða.

Vísitala neysluverðs var óbreytt milli mánaða í júní og mælist 12 mánaða verðbólga 1,5 prósent. Til samanburðar mældist verðbólgan 1,7 prósent í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×