Sport

Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Karel Torfason fagnar sigri í keppninni Sterkasti maður Íslands 2021.
Stefán Karel Torfason fagnar sigri í keppninni Sterkasti maður Íslands 2021. Skjámynd

Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum.

Stefán Karel er sonur Torfa Ólafssonar, fyrrum aflraunamanns, en þeir eru fyrstu og einu feðgarnir sem hafa borið titilinn sterkasti maður Íslands en Torfi vann keppnina árið 1997.

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, tók saman frétt um keppnina um helgina og má finna hana hér fyrir neðan.

Stefán Karel Torfason með Húsafellshelluna.Skjámynd

Stefán er fyrrum körfuboltaleikamaður, rétt eins og síðasti titilberi Hafþór Júlíus Björnsson. Þetta er í fyrsta skipti í áratug sem nýr sigurvegari er krýndur.

Keppnin sterkasti maður Íslands á sér langa sögu en fyrst var keppt um titilinn árið 1985 þegar Jón Páll Sigmarsson vann og dansaði sig inn í íslensku þjóðarsálina með eftirminnilegum hætti eins og Gaupi komst að orði.

Eyþór Ingólfsson Melsteð vann fimm af átta greinum í keppni helgarinnar en varð samt að sætta sig við annað sætið þriðja árið í röð.

Stefán Karel var nefnilega öflugastur í þessari æsispennandi keppni. Hann vann sigur í hleðslugrein og helluburði.

Húsafellshellan, sem er 186 kíló, sem réði úrslitum í keppninni. Stefán Karel gekk lengst með helluna. Nú er spurning hvort hann nái að sigra heiminn eins og forverar hans hafa gert.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Gaupa.

Klippa: Stefán Karel er sterkasti maður Íslands 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×