Innlent

Leggja dag­sektir á bónda vegna brota

Atli Ísleifsson skrifar
Stofnunin segir að hún hafi neyðst til að beita þvingunaraðgerðum vegna brotanna.
Stofnunin segir að hún hafi neyðst til að beita þvingunaraðgerðum vegna brotanna. Vísir/Eiður

Matvælastofnun hefur lagt 10 þúsund króna dagsektir á bónda á Suðurlandi í þeim tilgangi að knýja á um úrbætur.

Á vef Matvælastofnunar segir að krafist hafi verið úrbóta en að þeim kröfum hafi ekki verið sinnt. Stofnunin hafi því neyðst til að beita þvingunaraðgerðum.

„Brotin snúa m.a. að því að hreinleika nautgripa er ábótavant, skjól vantar fyrir gripi utandyra og umhverfi utan dyra er þar að auki fullt af drasli með tilheyrandi mengunar- og slysahættu,“ segir á vef Matvælastofnunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×