Handbolti

Plötu­­­snúðs­­­ferillinn á ís hjá nýjasta at­vinnu­manni Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Stiven Tobar Valencia er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Benfica
Stiven Tobar Valencia er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Benfica Vísir/Vilhelm

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Sti­ven Tobar Valencia er fyrsti Ís­lendingurinn til þess að semja við portúgalskt fé­lags­lið. Hann ætlar að stimpla sig strax inn sem leik­maður Ben­fi­ca.

Sti­ven skrifar undir tveggja ára samning við Ben­fi­ca, eitt besta fé­lags­lið Portúgal.

„Maður er ein­hvern veginn ekki enn búinn að taka þetta inn. Ég held út til Portúgal eftir tæpar þrjár vikur en ein­hvern veginn líður mér ekki þannig enn.“

Allt upp á tíu

Sti­ven fór út til Portúgal á dögunum til þess að gangast undir læknis­skoðun hjá Ben­fi­ca og skrifa undir samninginn og leist honum vel á það sem hann sá þar.

„Þetta var alveg meiri­háttar, það er allt upp á tíu þarna. Þetta er í grunninn stórt fé­lag byggt í kringum fót­bolta­liðið en það er allt til alls þarna. Hvað mig varðar var það eigin­lega bara mikil upp­lifun að fara þarna út að heim­sækja fé­lagið og skoða mig um.“

Fé­lags­skiptin eiga sér tölu­verðan að­draganda en undir lok mars­mánaðar full­yrti hand­bolta­sér­fræðingurinn Arnar Daði Arnars­son að Sti­ven væri á leið til fé­lagsins. Ben­fi­ca var hins vegar ekki eina fé­lagið sem vildi semja við kappann.

„Það voru önnur lið í spilinu en við á­kváðum að kýla á það sem myndi henta mér og mínum ferli best. Það var náttúru­lega langur að­dragandi að þessu en fyrir mér er um al­gjört ævin­týri að ræða. Ég veit í raun og veru ekkert sjálfur hvað ég er að fara út í en þessi ó­vissa og spenna fyrir því sem koma skal er það sem gerir þetta svo fal­legt.“

Sti­ven er fyrsti ís­lenski hand­bolta­maðurinn til þess að semja við fé­lags­lið í Portúgal og sjálfur segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því.

„Það kom mér veru­lega á ó­vart að það væri staðan en á sama tíma er það bara gaman og eitt box sem maður tikkar í. Þetta fer í reynslu­bankann en á sama tíma get ég ekki leitað til ein­hvers héðan frá Ís­landi sem hefur reynsluna af því að spila úti í Portúgal. Maður verður sá fyrsti sem getur deilt reynslu sinni frá því.“

Vill stimpla sig strax inn

Mark­miðin eru skýr næstu tvö árin hjá Sti­ven Tobar.

„Það eru miklar breytingar að eiga sér stað hjá liðinu á þessum tíma­punkti og við leik­mennirnir byrjum ein­hvern veginn allir bara á núll­punkti. Ég ætla mér bara að stimpla mig strax inn frá fyrstu æfingu. Ég hef nú þegar hafið undir­búning minn hér heima og hef verið að æfa stíft. Svo er mark­miðið náttúr­lega bara að halda sér í ís­lenska lands­liðinu. Það er mikil vinna fram undan.“

Stiven eftir að hafa skrifað undir hjá BenficaMynd: Benfica

Sti­ven gengur til liðs við Ben­fi­ca frá upp­eldis­fé­lagi sínu Val þar sem að hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna. Hann kveður Val með söknuði.

„Það er mjög erfitt að kveðja Val. Hér hef ég átt geð­veik ár allt frá því að fé­lagið tók mig inn sem ungan gutta og gaf mér traust. Fé­lagið og fólkið hér er bara eins og fjöl­skyldan mín, ég held að ég verji meiri tíma hér heldur en heima hjá mér. Það er erfitt að kveðja fé­lagið sitt.“

Takturinn utan vallar á ís

Með fram hand­bolta­ferlinum hefur það vakið at­hygli að Sti­ven hefur verið að þeyta skífum sem plötu­snúður á skemmti­stöðum í mið­borg Reykja­víkur. Er sá ferill kominn á hilluna núna með þessum fé­lags­skiptum?

„Já ég held ég þurfi að taka mér smá pásu frá þeim ferli en hver veit nema að maður taki eitt og eitt gigg þarna úti í Portúgal,“ segir Sti­ven og hlær. „Nei, nei sá ferill er kominn á ís. Nú fer maður í það að koma sér vel fyrir úti og kannski getur maður rifið græjurnar aftur upp þegar að maður kemur heim til Ís­lands í frí.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×