Innlent

Þriðja út­kallið í Reykja­dal á tveimur dögum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd frá útkalli dagsins í dag. 
Mynd frá útkalli dagsins í dag.  Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að sveitir hafi verið kallaðar út í dag vegna slasaðs ferðamanns.

Í gær voru björgunarsveitir tvisvar sinnum kallaðar út, fyrst vegna ferðamanns sem hafði dottið og hlotið opið beinbrot. Sveitir frá Árborg, Hveragerði og Eyrarbakka fluttu þann slasaða að sjúkrabíl. 

Í seinna skiptið var tilkynnt um unga konu sem hafði dottið illa og gat ekki stigið í fótinn. Björgunarsveitirnar höfðu ekki gengið frá búnaði sínum á fyrri staðnum og héldu til konunnar. Annar sjúkrabíll var kallaður út frá Selfossi þar sem enn var veriðað flytja ferðamanninn.

Þá barst í dag þriðja útkallið á sama stað. Kona hafðu dottið illa og treysti sér ekki til þess að standa upp. Björunarsveitarfólk flutti hana með sexhjóli til móts við sjúkrabíl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×