Innlent

Samskip, bandarískar forsetakosningar og samgöngusáttmáli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Hörður Felix Harðarson, sem hefur verið lögmaður Samskipa frá upphafi. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram fullum fetum að Samkeppniseftirlitið sé á villigötum í mörg þúsund blaðsíðna greinargerð um samkeppnisbrot fyrirtækisins.

Því næst mætir Friðjón R. Friðjónsson. Hann ætlar að fjalla um þá - að því er virðist óumflýjanlegu - staðreynd að þeir Joe Biden og Donald Trump muni há nýtt einvígi um forsetastólinn í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Þrátt fyrir allt sem á gengur fyrir dómstólum virðist ekkert geta stöðvað Trump og klofninginn í bandarískum stjórnmálum.

Þau Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík munu skiptast á skoðunum um Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, stærstu samgönguframkvæmd sögunnar. Þarf að endurskoða áform frá grunni eða er nóg að hnika til framkvæmdum?

Í lok þáttar mætir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri SA. Þar verður litið fram á haustið í vinnumarkaðsmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×