Innlent

Eldur í iðnaðar­hús­næði í Kópa­vogi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/Margrét Björk

Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að um talsvert mikinn eld sé að ræða. 

„Þetta byrjaði svolítið skarpt og jókst á leiðinni. Við sáum þegar við komum að þessu að það var töluverður reykur. Það eru allar stöðvar á staðnum og búið að vera að sækja að þessu úr tveimur áttum. Þetta virðist vera að nást niður,“ segir hann.

Slökkviliði hafi ekki borist neina tilkynningar um að fólk hafi verið inni í húsinu. Allt tiltækt lið hafi verið kallað út vegna eldsins.

Fréttin var uppfærð klukkan 19:29.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×