Innlent

Á­flog tveggja með steypu­klumpi í strætó­skýli á Akra­nesi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Loftmynd af Akranesi. Meint brot áttu sér stað við strætóstoppustöð í bænum.
Loftmynd af Akranesi. Meint brot áttu sér stað við strætóstoppustöð í bænum. Vísir/Arnar

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast gegn hvorum öðrum við Strætóstoppustöð á Akranesi í mars í fyrra.

Svo virðist sem annar hafi hafið áflogin með því að ráðast á hinn. Honum er gefið að sök að hafa slegið hinn ítrekað í höfuðið og bringu sem varð til þess að hinn hlaut skurð á hnakka, eyra og verk í baki.

Hinum manninum er síðan gefið að sök að hafa í kjölfarið tekið upp steypuklump og ítrekað slegið þann sem réðst á sig ítrekað í höfuðið með klumpinum. Fyrir vikið hlaut maðurinn brot á tönnum, þónokkra skurði á höfði, nefi, vör og tungu, og verk í baki.

Fram kemur að umræddur steypuklumpur hafi verið ellefu sentímetrar á lengd, sex að breidd og rétt rúmlega þrjúhundruð grömm.

Sá sem er grunaður um fyrra brotið er ákærður fyrir líkamsárás, en sá seinni fyrir stórfellda líkamsárás.

Sá sem varð fyrir fyrra brotinu krefst einnar milljónar af hinum í skaða- og miskabætur. En hinn krefst 1,2 milljónar af honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×