Íslenski boltinn

Vladan semur við ný­liða Vestra og tekur að sér mark­manns­þjálfun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vladan Djogatovic í leik með Grindavík.
Vladan Djogatovic í leik með Grindavík. Vísir/Bára Dröfn

Markvörðurinn fyrrverandi Vladan Djogatovic er nýr markmannsþjálfari Vestra. Liðið mun leika sem nýliða í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024.

Markvörðurinn fyrrverandi Vladan Djogatovic er nýr markmannsþjálfari Vestra. Liðið mun leika sem nýliða í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024.

Vladan þekkir vel til hér á landi eftir að hafa samið við Grindavík árið 2019. Þar lék hann í tvö ár áður en hann fór til Akureyrar og spilaði fyrir KA eitt sumar. Þaðan lá leiðin á Grenivík þar sem hann spilaði í tvö ár áður en hanskarnir fóru á hilluna.

Nú er hann mættur á Ísafjörð og mun leysa Brenton Muhammed af hólmi en sá hefur verið markmannsþjálfari liðsins undanfarin ár.

„Vladan er þakklátur fyrir traustið sem honum hefur verið sýnt og er fullur tilhlökkunar að koma vestur. Við bjóðum Vladan velkominn í Vestra,“ segir í tilkynningu Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×