Viðskipti innlent

Katrín frá Nova til Heim­kaupa

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir.
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir. Aðsend

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri markaðsmála Heimkaups samstæðunnar.

Í tilkynningu segir að hún komi til Heimkaupa frá Nova þar sem hún hafi starfað sem markaðsstjóri frá árinu 2021 en hafði starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2019.

„Áður starfaði hún við kvikmyndagerð hjá Pegasus og kom meðal annars að verkefnum fyrir HBO og Netflix. Þá starfaði Katrín einnig við grafíska miðlun í Kaupmannahöfn hjá alþjóðlega tæknifyrirtækinu Phillips ásamt því að starfa við fjölbreytt verkefni í vörumerkjahönnun.

Hún lauk AP gráðu í margmiðlunarhönnun við Copenhagen School of Design and Technology árið 2016 og einnig BA gráðu í vörumerkjahönnun við sama skóla árið 2018,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×