Innlent

Eldur kviknaði í bíl á bíla­stæði Krónunnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á staðinn.
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á staðinn. aðsend

Eldur kviknaði í bíl á bílastæði Krónunnar á Völlunum í Hafnarfirði í kvöld. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á svæðið.

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Lögreglumenn gengu í störf slökkviliðsins, þeir voru á undan á staðinn og slökktu með tæki hjá sér,“ segir Lárus.

Ekkert er vitað um orsök eldsins og ekki er grunur um íkveikju að svo stöddu. Eldurinn olli ekki frekara tjóni en á bílnum sjálfum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×